miðvikudagur, mars 19, 2003

nú er ég búin að vera að passa símann uppi á 3ju hæð frá því klukkan þrjú. svei mér þá ef ég er ekki bara búin að vera ansi dugleg.
ég er búin að skella á 2, ljúga að einni konu og láta Jón Torfason hlaupa fram og til baka. en hann fílar það nú bara.
svo er ég búin að bæta metið mitt í mindsweeper!
það er aldeilis afköstin hér á bæ, það verð ég að segja.
svo fann ég þessa líka ótrúlega nettu síðu, sem er að selja stuttermaboli. ég er í sannleika sagt að spá í að fá mér nokkra :)





þessi fallegi póstur er tileinkaður sætasta hárgreiðslumanni sem ég þekki, en það er hann Hafþór Benónýsson. hann á nefnilega AFMÆLI í dag!!!!
orðinn 24 ára strákurinn og braggast vona líka vel. til hamingju krúsíbúllingurinn minn.
;)
ÁTTA KOMMA SEX
er falleg tala
:)