kominn sunnudagur og ég búin að lesa einn málshátt. reyndar var það úr litlu eggi sem Vilborg systir mín sætust átti og var vel búin að japla á, þrátt fyrir miklar bænir mínar um að fá bita. og málshátturinn var "sá fær hnekki sem stundar hrekki" eða eitthvað svoleiðis.
samt gaf hún mér ekki brjóstsykurinn sem var inní egginu, eða karamelluna, eða bara venjulegan bita. hefði sætt mig við einn útslefaðan meira að segja. held að börn nútildags séu ónæm fyrir yfirskilvitlegum skilaboðum. allavega þegar kemur að súkkulaði.
en allaveganna...
gleðilega páska!