laugardagur, janúar 07, 2006

heima hjá sér

eftir að hafa ekki vaknað snemma til að æfa sig og fara í sund, sit ég hér við mín ástkæru fartölvu og er í rólegheitunum að rippa alla diskana mína yfir á harðadiskinn.
já ég veit það er ljótt af mér, en þar sem flest öll tónskáldin eru dauð (Hindemith, Brahms og Enesco) þá er ég ekki með stöðugt samviksubit yfir að svipta tónskáldið lifibrauði sínu. talandi lifibrauð, þá held ég íslensk tónskáld eigi aldeilis eftir að japla langt fram eftir, vegna þess á snemma í næstu viku ætla ég að fara í tónastöðina og kaupa mér 2 nótnabækur með íslenskum sönglögum.
tótan er s.s. farin að öskra á ný, er harðákveðin í því að taka Birmið með stormi nú þegar ég fer aftur út. þessir "söngnemendur" eiga eftir að kúka í buxurnar þegar þeir heyra ALVÖRU íslenska tónlist. jább.
og svo getur Enginn sett Neitt út á framburðinn minn.

afhverju ætli orðin framburður og frumburður séu svona lík?

jæja. farin í partý :)