þriðjudagur, ágúst 02, 2005

arg!
nú er ég búin að stara á símann í svona 10 mínútur og ég þori ekki að hringja úr honum. ég held það sé eitthvað meiriháttar mikið að mér. til þess að geta gert svona 80 % af því sem er á LISTANUM mínum góða, byggist á því að ég tali við einn mann og ég þori ekki að hringja í hann.
almáttugur hvað ég á bágt!
hvað gerir maður við svona heimskan heila?
hrumpf!
ástæðan fyrir því að það er enginn hérna á safninu er sú að það er lokað.
þangað til á morgun allavega.
en mér er sama :)

greetings from ÞÍ

ok ég er hætt með þetta greetings, það er lummó.
en ég er semsagt komin í vinnuna og það er einhvernveginn enginn hérna. mjög skrýtið af því að samkvæmt öllu, ÆTTI einhver að vera hérna. svo ég bara plantaði mér í afgreiðsluna og er þar bara.
svo vona ég bara að einhver komi. ég held nefnilega að síminn sé ennþá stilltur á símsvarann... :o
hitti Vignir í gær. vá hvað það var nú gott.