mánudagur, apríl 14, 2003

jæja... nú fer ég að fara að týja mig burt héðan. ótrúlega er samt notalegt að hanga bara hérna uppá skjaló :) vera bara í rólegheitunum og finna tímann líða áfram eins hægt og honum sjálfum hentar. enginn er með stæla og það er aldrei neitt vesen, bara dauft suðandi hljóð í stóru tölvunni í hliðarherberginu.
voða huggulegt allt saman.
kannski soldið þungt loft. en jæja, maður má ekki vera heimtufrekur og vilja fá allt. ró, frið OG ferskt loft. fyrr má nú vera.
svo fer ég að leggja af stað niðrá Kaffi Kúltúr (takkí nafn dauðans!) og get þá alfeg setið í rólegheitum og lesið í hálftíma. ég er að spá í að reyna ða rembast. drulla niður einhverri ljótri asnalegri ritgerð um Leiðina til Rómar og senda þetta út. éger svo gott sem búinað ná, enda fékk þessa líka himinháa einkunn í miðsvetrarprófinu (6,6 hehe). bara spurning um að drífa þetta af.
maður er engin kelling.....
:)
ég ætla að minnka letrið á þessari síðu... það er of stórt.
úff!
sem betur fer var kápan mín ennþá uppí Versölum. ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði hún týnst. þetta er BURBERRY kápa, skiljiði. en allavega þá fór ég áðan og náði í hana, fór svo og keypti mér flatkökur í bónus og hvítlauksost til að hafa í hádegismat.
og þær voru HRÁAR!!! hvað er fólk að spá, að framleiða og selja hráar flatkökur!!!
þannig aðég er að drepast í maganum og langar heim að sofa. en nei-nei, þá er ég búin að lofa mér á kaffihús með tónópakkinu kl. 7. drottinn blessi mig. þetta verður nú meira maraþonið. híhíhí. en ábiggilega gaman. eða ég vona það.
ungfrú BEILER, eyjólfur hringdi í mig áðan og var hress. á leiðinni að heimsækja ömmu hennar ingunnar. oh, hvað mig langar að heimsækja ömmu hennar ingunnar, en nei-nei, ég er víst ekki nógu almennileg til að hægt sé að taka mig með að heimsækja ömmur. hmmm....
oh jæja. skelfingar bull er þetta :p


en já. það var ofsalega gaman. drottinnminn dýri. svo endaði helgin með ROBOCOB maraþoni heima hjá vigni. til stóð að við værum fjögur en úr varð að aðeins tveir sáu sér fært um að eyða tíma sínum í lágmenninguna, en það munu vera við Vignir. enda ROKKUM við feitt. ég samt örlítið feitara, því ég náði að halda mér vakandi þar til rúmar 20 mín voru eftir að robocob 2, vignir dó mun fyrr.
enda er maður frekar slompaður núna í vinnunni. eiginlega hálfóglatt bara af þreytu.
og svo er spurningin ógurlega að byrja að brjótast um... á ég að taka próf í staðleysubókmenntum 3. maí og á ég að gera ritgerð um Leiðina til Rómar?
kominn dánumagur enn á ný og jón og adda strax farin að rífast um pólítík. og ég tók ekki með mér geislaspilara eða húfu eða eitthvað til að deyfa hljóðið í þeim. úff. þvílíkt og annað eins. ég held ég hafi ekki verið svona þreytt í mörg ár. en helgin krakkar mínir....
oooooooooooohhhhhhhhhhhhhhhhh HVAÐ VAR GAAAAAMAN!!!!
mæli eindregið með því að allir fari á svona skemmtilega árshátið einsog ég fór á laugardaginn.
garg.