áðan fór ég út með ruslið og það var einhver API búinn að leggja ógeðslega mikið bónaða BMW inum sínum svo nálægt ruslatunnunni okkar að ég þurfti að lyfta pokanum yfir húddið á bílnum til að koma honum oní. Ég hef aldrei (og mun líkast til aldrei) óska þess jafn heitt að ógeðslegt gums fari að leka úr ruslinu mínu.
annars er allt gott að frétta, búin að kaupa mér GULAN kjól fyrir tónleikana mína :D svo núna er spurningin gott fólk:
1)hvítir skór
2)rauðir skór
3)silfurlitaðir skór
það sem kemur ekki til greina
1)svartir skór (yrði að vera í svartri peysu og þá er eins og hjúds býfluga)
2)bláir skór (of swedish... eeuugh)
jæjajæja, allir að hafa skoðun og sá sem á bestu hugmyndina fær frítt kaffi í múminálfa-bolla í eldhúsinu á Hjarðarhaga 64 í júlí. aukaverðlaun fyrir þann sem nær að búa til setningu með fleiri í-um.