mánudagur, janúar 05, 2004

ég ætla ekki að skrifa annál um árið. ég er bæði löt og gleymin svo það þýðir ekki kúk. en ég er að spá í að taka alla þá sem eru á linka listanum mínum og gera grein fyrir þeim á einn eða annan hátt með árið síðastliðna sem útgangspunkt.
yeah.

alexandra kjeld er mjög sæt stelpa með svart hár sem ég kynntist núna síðasta sumar á Egilsstöðum þar sem við vorum að spila saman í eins og einni óperu. það var ótrúlega átakanlega dramatískt spil. við fórum reyndar líka báðar saman á þjóðlagahátið á siglufirði, sem var minna dramatíksk, en þeim mun verr lyktandi en austurlandsferðin. núna er alex í frakklandi. Anna Tryggvadóttir er rauðhærð og spilar á selló með mér í hinum ótrúlega góða kvartett sem ber það skemmtilega heiti "kvartettinn sem spilaði alltaf allar nóturnar sínar alltaf" eða "kvartettinn sem fann grúfið sitt" (ætlum að fá disney til að plögga það með okkur, guðni franz myndi þá vera litla fyndna dýrið sem segir alla brandarana og laddi talar fyrir), hún var að útskrifast núna um jólin og ég ætla að óska henni innilega til hamingju. hún keypti sér líka 2 brún pils um daginn. bloggið hennar önnu er algjör snilld, meira segja þótt hún skrifi stundum svo pólítísktssktsk að ég skilji ekki neitt. Anna H er mjög hávaxin og spilar á víólu í hollandi. ég hef eiginlega ekki hitt hana nema einu sinni á þessu ári og þá ætlaði vinkona hennar að spila nokkur lög á píanó með strengjakvartett undir og taka það upp. við spiluðum nokkur lög en tókum ekki upp neitt. en það var svossem allt í læ. Anna Vala er litla systir hennar Stefaníu vinkonu minnar og er skiptinemi í útlöndum. bloggið hennar er nú ekkert rosalega skemmtilegt, en hún sjálf er mjögmjög fyndin, þannig að svei mér þá ef ég varð ekki fyrir örlitlum vonbrigðum þar. en það er alltaf hægt að bæta sig, ekki satt ANNA? talandi um að bæta sig þá tóku foreldrar önnuvölu sig til og breyttu eldhúsinu sínu í erótískan dansstað svona loksins þegar öll börnin höfðu druslað sér að heiman. það er kúl. atli týr er bjórþjófur og bloggið hans eiginlega mjög leiðinlegt aflestrar. það eru samt stundum fyndnar færslur þar úr mogganum og svo man hann alltaf alla afmælisdaga. stundum fæ ég samviskubit yfir því hvað ég er mikil tussa, en stundum ekki. Baldur Páll er að læra tölvu-stærðfræði-fiðluleik í bandaríkjunum og finnst gaman að drekka bjór. við spiluðum ansi mikið saman síðasta ár og ber nottla hæst mozart dúett einn sem við spiluðum við skólaslitin í fyrra. einstaklega vel heppnað. rauðvín rokkar. en bjór er nú samt betri. heima hjá Baldri (í hafnarfirðinum) er geggjað góð kaffivél, brjálaður gulur páfagaukur sem "getur ekki flogið" (honum tókst nú samt að skutla sér á mig þvert yfir allt stofugólfið og reyna að naga mig á háls) og bráðum ætla þau líka að fá sér lítinn hvolp. dúllí dúlli -OJBARA! Berglind Ýr fær ekki bara gleðilegar nýárskveðjur heldur einnig stórt knús fyrir ææææðislegt kaffiboð hér um daginn. við eyjólfur (sem um verður rætt síðar) mættum í þvílíkar kræsingar uppá sólvallagötu nú rétt eftir áramót að ég er svo að segja ennþá södd. Berglind er í lögfræðinámi svo ég hef ekkert þorað að hafa samband við hana sem skyldi, maður er soddan kjánaprik. en ég hótaði nú öllu illu hér um daginn og ætla mér stórlega að standa við það. þó ekki væri nema til að vera með læti og geta labbað í bæinn á djammið. hehe.

... pása í bili....
hádegismaturinn var afar tilkomumikill. fékk mér ávaxtate og hrökkbrauð með stolnum rjómaosti (sem var vondur á bragðið...) og svo fékk ég mér kaffi og "after eight". mér finnst súkkulaði með piparmyntu afskaplega gott.
nú er spurningin hvort maður á að berja sér leið niðrí banka, taka út pening og kaupa sér að borða, eða bara sitja á rassgatinu og skoða síður þar sem ekkert matarkyns er á. svo er líka hægt að fara uppí eldhús og ræna einhverju. eða fá sér kaffi og súkkulaði.
ég er með hausverk hægra megin í hausnum, ætli það sé af því ég er svo svöng eða af því að mér er kalt?




nú eru allir (svona næstum því) búnir að yfirgefa mig og ég er skelfingi einmana (svona næstum því). búhú! en hún Guðný mín Birna fór ekki bara úr landi heldur til annarar heimsálfu, allaleið til Santa Barbara sem er í bandaríkjunum. mér finnst það skelfilegt. svo er ég ekkert búin að heyra í henni, sem er ennþá skelfilegra. kannski er hún týnd í einhverjum risastórum og skelfilegum shopping-mal og kemst ekki út... er bara föst í einhverri nærfatadeild eða eitthvað. eða þá að hún hafi brugðið sér á ströndina og einhver Surfer gaur hafi hreinlega hent henni uppá brettið sitt og brunað með hana útí buskann. kannski er hún bara á havæ núna að flétta blómakransa. maður veit aldrei. svo ég vil endilega kvetja mína ástkæru ylhýru Guddu Buddu að láta í sér heyra sem allra allra fyrst. svo er ekki sjón að sjá bloggið hennar og var það verkefni víst í mínum höndum.
talk to me girl!!! (maður þorir ekki annað en að skvetta smá ensku, hún er nottla búin að vera úti í næstum því viku...)
svo druslaðist Eyfi minn til London enn á ný. mér finnst það alltaf leiðinlegt. jafnvel þó hann sé að koma og fara svona sirka þrisvar á ári. ég er ekki mikil "gúddbæ" manneskja, er meira að segja skapi næst að kveðja bara helst ekki neinn, aldrei. kannski er ég bara farin burt þegar þetta er skrifað og enginn veit neitt.
uh....
eða ekki. annars vorum við jón að spá í að flytja til danmerkur núna á eftir, það er víst ekkvað tilboð á icelandic express, verið að gefa flugfargjöld. maðurinn með hvítu augun var að básúna því hér uppá kaffistofu. mér líkar ekki vel við hann. aðallega vegna þess að hann er með uppáhaldsrakspírann minn og mér finnst ekki að allir megi vera með uppáhaldsrakspírann minn. tala nú ekki um ef fólk er með hvít augu...
Jon Vidar Thorsteinsson (your thoughtful pal) just bought the following item at Amazon.com and is using our Share the Love program to pass along an additional 10% discount to you.
Click the links below to see more product information on your discount list and purchase the following item by December 30, 2003. You'll receive an additional 10% discount, thanks to Jon Vidar Thorsteinsson and Share the Love:
Plus, each item you buy may earn Jon Vidar Thorsteinsson credit toward future Amazon.com purchases. So you save money, Jon Vidar Thorsteinsson saves money--gee, ain't love grand? (But hurry, this offer expires on December 30, 2003.)
Please note that Jon Vidar Thorsteinsson requested that we send you this savings invitation (but don't worry--since you're Jon Vidar Thorsteinsson 's friend, we won't use your e-mail address for anything else). If you have additional questions about how the Share the Love program works, please visit our Help department.

djöfull eru þeir séðir hjá amazon, þeir fá fólk til að selja vini sína og velunnara, allt saman í nafni ástarinnar. það er nottla mikilvægt að "share the love", segi það ekki. samt alltaf stemming að fylgjast með hvernig markaðssetning og sölumennska er farin að troða sér inná alla hluti mannlegar tilvistar, það er nokkuð sama hvað, hvar og hvernig það er. dýrka svona síður sem koma með popp upp glugga sem segja manni hvað maður sé "HINN EINI ÚTVALDI" og "ÓTRÚLEGA LÁNSAMUR" að vera hundraðþúsundasti viðskiptavinurinn og blabla bla... tala nú ekki um þegar maður fer kannski 2-3 sinnum á dag á síðuna og er alltaf hundraðþúsundasti gesturinn. dýrka nottla enn frekar fólkið sem virkilega trúir þessu. ein stelpa sem ég þekki var svona líka heppin að vera svona lánsamur gestur á síðu, sérstaklega valin og allur pakkinn, og hún átti að gjöra svo vel að fá sólarlandaferð og 1000 dollara í gjaldeyri! gellan ekkert smá glöð, jafnvel bara í skýjunum, þar til að hún fór að lesa allt og sá að maður þurfti nú samt að borga rúma 100 dollara, bara fyrir að vera með, svo voru als konar gjöld í sendingarkostnað og burðargjald og svo þurfti hún þar að auki að gefa upp kortanúmerið sitt og var auk þess víst ein af 200 öðrum... Hers.
gleymum svo ekki öllum hagkvæmu umbúðunum sem spara manni aldeilis krónurnar. eða ekki! lítraverðið á mjólk í einsoghálfs lítra umbúðum er átakanlega dýrara en í einslítra. gáðið bara... svo er líka ódýrara að kaupa 2 litla pakka af haframjöli í staðinn fyrir einn stóran. ég er sveimér þá ekkert smávegis séð, það mætti halda að ég þyrfti að kaupa í matinn (þarf þess ekki, er dekruð og bý heima)
en nú er þjóðfélagsgagngrýnishornið mitt búið í dag. og jafnvel bara fyrir allavikuna. það þýðir ekkert að vera að væla yfir hvernig heimurinn er orðinn, það er manni sjálfum að kenna, og ef maður vill gera ekkvað í því, ekki bara væla og vorkenna sér. þó það sé ekkert smá mikið fjör.

en mikið afskaplega er ég nú samt lánsöm að eiga svona "thoughtful pal" að senda mér 10% afslátt, tala nú ekki um ef hann deilir smá ást með mér líka. hohoho :D