mánudagur, janúar 05, 2004

Jon Vidar Thorsteinsson (your thoughtful pal) just bought the following item at Amazon.com and is using our Share the Love program to pass along an additional 10% discount to you.
Click the links below to see more product information on your discount list and purchase the following item by December 30, 2003. You'll receive an additional 10% discount, thanks to Jon Vidar Thorsteinsson and Share the Love:
Plus, each item you buy may earn Jon Vidar Thorsteinsson credit toward future Amazon.com purchases. So you save money, Jon Vidar Thorsteinsson saves money--gee, ain't love grand? (But hurry, this offer expires on December 30, 2003.)
Please note that Jon Vidar Thorsteinsson requested that we send you this savings invitation (but don't worry--since you're Jon Vidar Thorsteinsson 's friend, we won't use your e-mail address for anything else). If you have additional questions about how the Share the Love program works, please visit our Help department.

djöfull eru þeir séðir hjá amazon, þeir fá fólk til að selja vini sína og velunnara, allt saman í nafni ástarinnar. það er nottla mikilvægt að "share the love", segi það ekki. samt alltaf stemming að fylgjast með hvernig markaðssetning og sölumennska er farin að troða sér inná alla hluti mannlegar tilvistar, það er nokkuð sama hvað, hvar og hvernig það er. dýrka svona síður sem koma með popp upp glugga sem segja manni hvað maður sé "HINN EINI ÚTVALDI" og "ÓTRÚLEGA LÁNSAMUR" að vera hundraðþúsundasti viðskiptavinurinn og blabla bla... tala nú ekki um þegar maður fer kannski 2-3 sinnum á dag á síðuna og er alltaf hundraðþúsundasti gesturinn. dýrka nottla enn frekar fólkið sem virkilega trúir þessu. ein stelpa sem ég þekki var svona líka heppin að vera svona lánsamur gestur á síðu, sérstaklega valin og allur pakkinn, og hún átti að gjöra svo vel að fá sólarlandaferð og 1000 dollara í gjaldeyri! gellan ekkert smá glöð, jafnvel bara í skýjunum, þar til að hún fór að lesa allt og sá að maður þurfti nú samt að borga rúma 100 dollara, bara fyrir að vera með, svo voru als konar gjöld í sendingarkostnað og burðargjald og svo þurfti hún þar að auki að gefa upp kortanúmerið sitt og var auk þess víst ein af 200 öðrum... Hers.
gleymum svo ekki öllum hagkvæmu umbúðunum sem spara manni aldeilis krónurnar. eða ekki! lítraverðið á mjólk í einsoghálfs lítra umbúðum er átakanlega dýrara en í einslítra. gáðið bara... svo er líka ódýrara að kaupa 2 litla pakka af haframjöli í staðinn fyrir einn stóran. ég er sveimér þá ekkert smávegis séð, það mætti halda að ég þyrfti að kaupa í matinn (þarf þess ekki, er dekruð og bý heima)
en nú er þjóðfélagsgagngrýnishornið mitt búið í dag. og jafnvel bara fyrir allavikuna. það þýðir ekkert að vera að væla yfir hvernig heimurinn er orðinn, það er manni sjálfum að kenna, og ef maður vill gera ekkvað í því, ekki bara væla og vorkenna sér. þó það sé ekkert smá mikið fjör.

en mikið afskaplega er ég nú samt lánsöm að eiga svona "thoughtful pal" að senda mér 10% afslátt, tala nú ekki um ef hann deilir smá ást með mér líka. hohoho :D

Engin ummæli: