fimmtudagur, mars 23, 2006

bráðum

verð ég komin í flugvél á leið til Ljubljana slóveníu :)
er að fara á árshátíð með jónisæta og svo ætla ég bara heim. skrópa í skólann í viku. en mér er fjandans sama, þeir mega eiga sig.
sérstaklega þeir sem gáfu mér MEÐALS einkunn fyrir verið sem ég samdi fyrir sóló víólu hér fyrir jól. þetta var bara mjög skemmtilegt og fallegt verk sem verður án efa eitt af aðalverkunum í víólureppinu á komandi árum. heldur betur. það heitir einmitt "when Death entered the room". mjög dramatískt.
allavega.
svo núna er ég búin að pakka og er að bisast við að ná öllum þessum svörtu þykku ljótu hárum (takk kærlega fyrir þetta gen pabbi!)af löppunum á mér. er með svona háreyðingarkrem og það fokking stinkar hræðilega. en þar sem ég ætla að vera sætasta kærastan á árshátíðinni verð ég víst að láta þetta á mig fá.
verst bara hvað þetta er hroðalega leiðinlegt. svo er klukkan orðin soldið margt og ég þarf að ná lest kl. 6.30.
oh well
bjútí is boring einsog einhver sagði....