núna rétt í þessu reyndi gjör-ókunnug fiskifluga að fljúga upp í munninn á mér. þetta þykir mér ansi gróft í ljósi þess að:
a) ég lít ekki út eins og fiskifluga í framan (ég er t.d. ekki með 400 augu eða geðveikt langan rana sem ég nota til að æla matnum mínum upp og niður)
b) það er komið haust og svona flugur eiga að vera dauðar eða í dvala.
c) ég fann ekki neitt sem gæti hafa verið númer C, en það er samt svo asnalegt að vera bara með a og b.
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
þriðjudagur, september 14, 2004
stade, stade, stade
ég fór í tónlistarsögu í gær. fékk næstum því taugaáfall þegar ég kom inn í stofuna. alla mína tónlistarsögu var ég í bekk með tvemur, kannski þremur öðrum, svona bara fjör og rólegheit. já neinei! í þetta skiptið var bara stútfull stofa. fullt af fólki, meira að segja fólki sem ég hafði ekki séð áður og svo fólki sem ég hafði séð áður, en fyrir löngu síðan. og það var bara þungt loft og aumingja tóta litla þurfti bara að sitja á stól og ekki með neitt borð :( en það var nú svossem í læ. ég kvartaði ekki mikið.
allavega ekki fyrr en eftir tímann. ég var búin að steingleyma hvað þetta er viðbjóðslega leiðinlegir tímar. svo kann ég þetta allt saman eiginlega. (ég er svo gáfuð).
en í tímanum voru: einn heimskur fiðluleikari, einn hávær fiðluleikari, einn "éggerðiekkineittégeraðfylgjastmeð fiðluleikari og einn mjög hamingjusamur fyrrverandi fiðluleikari. svo nottla fullt af slefandi söngvarapakki og skítugum trommurum. ég held þessi hópur væri geggjað góður í eitt feitt partý. tóti gæti komið með og spilað á gítar úti á palli, haldið uppi smá útilegustemmingu.
jájájá.
en annars hef ég nú bara þrennt um þetta aðsegja....
ég fór í tónlistarsögu í gær. fékk næstum því taugaáfall þegar ég kom inn í stofuna. alla mína tónlistarsögu var ég í bekk með tvemur, kannski þremur öðrum, svona bara fjör og rólegheit. já neinei! í þetta skiptið var bara stútfull stofa. fullt af fólki, meira að segja fólki sem ég hafði ekki séð áður og svo fólki sem ég hafði séð áður, en fyrir löngu síðan. og það var bara þungt loft og aumingja tóta litla þurfti bara að sitja á stól og ekki með neitt borð :( en það var nú svossem í læ. ég kvartaði ekki mikið.
allavega ekki fyrr en eftir tímann. ég var búin að steingleyma hvað þetta er viðbjóðslega leiðinlegir tímar. svo kann ég þetta allt saman eiginlega. (ég er svo gáfuð).
en í tímanum voru: einn heimskur fiðluleikari, einn hávær fiðluleikari, einn "éggerðiekkineittégeraðfylgjastmeð fiðluleikari og einn mjög hamingjusamur fyrrverandi fiðluleikari. svo nottla fullt af slefandi söngvarapakki og skítugum trommurum. ég held þessi hópur væri geggjað góður í eitt feitt partý. tóti gæti komið með og spilað á gítar úti á palli, haldið uppi smá útilegustemmingu.
jájájá.
en annars hef ég nú bara þrennt um þetta aðsegja....
við sköturnar vorum vaknaðar rúmlega átta og mætt til vinnu fyrir klukkan níu. þetta er mikið kraftaverk og slóum við öll fyrri met með þessari þrusumætingu. viljum við aðallega þakka því að við fórum að sofa um tíu leytið.
maður er orðinn svo gamall....
maður er orðinn svo gamall....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)