vá ég er búin að vera svo ógeðslega pirruð og leiðinleg í dag, það er skapi næst mig langi út að sparka í grindverk. en ég held það hjálpi lítið. svossem ekkert mikið að angra mig, bara einn af þessum dögum sem allt virðist vera EINKAR leiðinlegt. t.d. fór ég í ræktina með EINN skó og þurfti að dröslast fótgangandi með hjólið mitt um allan bæ af því það LEKUR úr framhjólinu.
en eftir að hafa troðið í mig brauði með osti og sultu, hitaði ég mér kaffi og er í þessum töluðu að maula nóa siríus nizza með lakkrískurli. stundum á maður bara allt gott skilið.