mig dreymdi í nótt að ég væri að syngja í óperu, samt bara svona nemendauppfærslu og ég steingleymdi öllum textanum. þannig að ég bað um að óperan yrði stoppuð og hætt yrði við sýningu.
sem var gert.
en samt var þetta frumsýning, þannig að frumsýningarpartýið var mjög skrítið og allir frekar leiðinlegir við mig. ég var líka geðveikt leið, en staðráðin í að gera betur á þarnæstu sýningu. það voru nefnilega 2 í hverju hlutverki svo ég myndi ekki syngja á næstu sýningu, þá gæti ég líka séð sýninguna sem HIN söngkonan var í (sem mig minnir að hafi verið Erla Dóra) og gert betur.
mjög asnalegt.
held þetta sé samt af því að ég skrópaði vísvitandi á æfingu síðasta laugardag, en það var þó ekki illa gert, ég vissi nefnilega ekki af henni nema með 2 tíma fyrirvara og var búin að plana daginn í annað... er það þá nokkuð voða mikið og alvarlegt skróp?
en það sem er líka fyndið, er að jónisæta dreymdi sömu nótt að söngkennarinn minn, þó ekki endilega sá sami og ER í alvörunni söngkennarinn minn, væri að redda mér fullt af styrkjum og tækifærum til að verða geðveikt mikið númer en í staðinn væri hann að vanrækja alla aðra nemendur sína.
þannig að almenningur í TVEIMUR draumheimum er í fýlu útí hana tótu ykkar eins og stendur. geri aðrir betur segi ég nú bara!