laugardagur, september 08, 2007

ho ho ho

ég er búin að stilla lyklaborðið á þessari ljótu skólatölvu þannig að það er íslenskt lyklaborð!
hversu evil er það? heimsku bretar, þeir eiga aldrei eftir að fatta að neðst í hægrahorninu stendur "IS" en ekki "EN". og glætan að einhver kunni að breyta þessu! aaaah hvað er gott að gera svona illskuverk inná milli.
afsaka innilega allt þetta þunglyndi síðustu daga, hef lítið látið heyra í mér, og þá aðallega til að láta vorkenna mér. en svona er þetta bara stundum, það er erfiðara en það sýnist að búa hvergi. ég er nú reyndar kominn uppí herbergi heima hjá vinkonu minni, sem tæmdist óvart þegar ein sambýliskona hennar lenti undir strætó (bara djók, hún fór heim til sín til svíþjóðar í 2 vikur), þannig að nú fæ ég að sofa í rúmi og get lokað að mér þegar ég tek stæðstu "AUMINGJA ÉÉÉÉG!" köstin mín. það er bara fínt. jájá, svo fæ ég að nota þvottavélina þeirra þannig að ég á líka hrein nærföt.
s.s. allt í gúddí!
Skemmtilegustu fréttirnar eru þó að mín eigin (ásamt reyndar 2 öðrum) íbúð er í sjónmáli, fundum eina alfeg geðveikt flotta í gær sem er reyndar soldið dýr, en af því hún er svo geðveikt flott ákváðum við að týma(tíma?) því. en afþví að eiginlega allt í heimi hefur gengið á afturfótunum síðustu 2 vikur ætla ég ekki að segja neitt meira, eða vera neitt súper glöð yfir íbúðinni fyrr en við erum búnar að skrifa undir ALLA pappíra og komnar með lykla og farnar að panta flutningabíl.
jessör.
ekkert heyrst af prófinu. þannig að það er ennþá smá sjens að fá panikk köst og "ég er ömurlegur hljóðfæraleikari" sjálfsvorkunar dýfur.
:)

keep you posted, eins og þeir segja hér í þessu fáránlega leiðinlega landi.
aaadjuu