fimmtudagur, desember 30, 2004

ég er búin að hlusta á píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven og allan strengjakvartett nr. 1 eftir Borodin og maðurinn heldur áfram að öskra "húh!" og "haaah!" og mála litla herbergið. svo heyrist mér hann vera farinn að tala við sjálfan sig OG svara sér líka.
nú spyr ég... hversu mikið er hægt að mála eitt lítið herbergi? er þetta ekki að verða gott? og ætti ég kannski að kalla til sálfræðinga?

gott að mála?

það er einn skrýtinn maður að vinna með okkur jónisæta. ok, kannski fleiri... og ekki eru nú kellingarnar minna skrýtnar. en allavega, þessi tiltekni maður er mjög skrýtinn. við köllum hann annað hvort "plastmanninn" eða "gervimanninn" af því að hann er eitthvað svo gervilegur. gerfilegur jafnvel líka. hann er s.s. soldið gamall, en litlar hárið á sér mahóní brúnt og er alltaf með mjög skringilega sveipi í því. soldið svona eins og james bond. nema.... jah, ekki. ein sagan af honum er þannig að hann var að flytja eitthvað dót, en datt og hálsbrotnaði. En fattaði það víst ekki fyrr en 3 mánuðum seinna. bara búin að rölta um með hausinn hálf-fastan á. jónsæti er stundum soldið hræddur um að gerfimaðurinn gleymi því að anda og detti niður dauður.
en þetta er nú mjög góður maður og allt það, skít duglegur líka, er búin að gera ótrúlega mikið síðan hann byrjaði. húsvörðurinn er nefnilega alfeg á fullu í einhverju rótarý-dóterí eða hvað það nú er og má bara ekkert vera að því að sinna hinum ýmsu húsvarðarstörfum. en svo var gervimaðurinn ráðinn og er á nokkrum mánuðum búinn að pússa upp útihurðina, steypa upp í holurnar á planinu, skella ljósaperum á allaþá staði sem ekki voru ljósaperur og þar frameftir götunum. svo þegar snjóar mokar hann alltaf svona gönguleið frá bílunum til útihurðarinnar.
núna er hann að mála litla herbergið sem er við hliðina á klóstinu hérna á hæðinni. mjög ljótt og leiðinlegt herbergi sem hefur aldrei verið notað til neins, þangað til pípararnir komu hér (sælla minninga) og rifu sundur klóstið í gegnum einn vegg á herberginu.
enívei.
herbergið var s.s. í rúst og nú er verið að mála það. sem er gott þannig séð, nema kannski að þessi tiltekni skrýtni maður er mála það. og maðurinn.... Gerfimaðurinn er alltaf að gefa frá sér skrýtin hljóð.
"HÚH!" eða "HAAH!" eða "VÚÚÚH!"
eða þá hann talarvið sjálfan sig í hálfum hljóðum, en húh-in og höh-in koma alltaf samt inná milli í fullu blasti svo maður eiginlega hálf hrekkur í kút. fyrst var ég svona að spá hvort hann væri kannski að kafna inní herberginu, það væri að líða yfir hann eða eitthvað, hann er nefnilega með lokaða hurðina. var égbúin að nefna að þetta er gluggalaust herbergi og ekki stærra en 4 fermetrar?
en hann mætti nú samt íkaffi áðan og var svona næstum því eðlilegur, þannig að það er ekki málið.
en allavega... i´ll keep you posted on this issue, en það veit guð að ég fer ekki fyrir mitt litla líf á klóstið við hliðina á honum meðan þessi óhljóð standa yfir.

O.N. prufuspilið

þeir vinir mínir og kunningjar sem ætla að þreyja prufuspil í byrjun janúar gætu hugsanlega haft gaman af þessu...
en þetta er hljómsveitarparturinn af Rimsky-Korsakov verkinu sem enginn getur borið fram.
- Japanir borða mjög litla fitu og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Frakkar borða mikla fitu og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Ítalir drekka mjög mikið af rauðvíni og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Þjóðverjar þamba bjór og háma í sig pylsur og fitu og þeir fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.

- Niðurstaða: Það skiptir engu máli hvað þú borðar eða drekkur svo framarlega sem þú talar ekki ensku.