ég er búin að hlusta á píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven og allan strengjakvartett nr. 1 eftir Borodin og maðurinn heldur áfram að öskra "húh!" og "haaah!" og mála litla herbergið. svo heyrist mér hann vera farinn að tala við sjálfan sig OG svara sér líka.
nú spyr ég... hversu mikið er hægt að mála eitt lítið herbergi? er þetta ekki að verða gott? og ætti ég kannski að kalla til sálfræðinga?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli