þriðjudagur, desember 03, 2002

jáhá. ég var að koma frá Tannsa í gúddí fíling, eða þannig, og er smátt og smátt aðfá tilfinningu í tunguna. þannig að ef þetta sýnist vera eitthvað linmælt blogg, þá vitiði hér með ástæðuna.
úff.
en maður fer ekki til útlanda með skemmda tönn er það?
reyndar var þetta fjandans drullu skíta dýrt, en þar sem tannlæknirinn inn, hún Ásta, er gæðablóð, þá mátti ég borga helminginn núna og helminginn á næsta kortatímabili. mjög gott.
svo fór ég í Kringluna og kyssti hann Hjört Matthías, sem er bæðevei ennþá ótrúlega sætur og skemmtilegur. hann gaf mér líka mjög gott sírópskaffi sem heitir "Rumba Reykjavík" ef mig misminnir ekki. en fyrir fávita, þá er kannski gott að taka fram að hanner að vinna á/í/hjá/við/með Kaffitár, kaffihúsinu sem er undir rúllustiganum.



þetta er hann Hjörtur sæti