miðvikudagur, desember 17, 2003




Hörður Mar Tómasson á afmæli í dag.
til hamingju með það góði. ég sendi Eydísi með afmælisgjöfina þína, þú gætir þurft að leita að henni.
nei þetta var lygi. leitaðu samt, ég veit að þú fýlar það.
hohohoo!

:)
sterk í strengjunum

ég fór í morgun í Badminton með honum Arnari mínum og það var svona líka svakalega skemmtilegt. vei vei vei! vorum reyndar bara ein í salnum, svo enginn gat dáðst að getu okkar í magnþrungnum "air-balls" og máttlausum smössum, svo maður minnist nú ekki á "skjóta boltanum fyrir utan völlinn" taktíkina sem við erum orðin anskoti lúnkin við. reyndar vorum við hálf skúffuð yfir því að enginn virtist heldur hafa verið í salnum allan morguninn, vegna þess að ruslaföturnar voru allar tómar. við erum nefnilega svo nísk að við kaupum bara eina kúlu og tökum svo bara einhverja soldið bilaða úr ruslinu og notum hana. þessir prófessjónal ofur-badmintonleikarar vilja bara fá nýja kúlu við hvert högg, svo að segja. við áhugamennirnir erum bara ánægð svo lengi sem hún flýgur. við viljum samt ekki nota plast kúlu, maður hefur nú EINHVERJA virðingu.
jammogjájá.
svo var miss Hildigunnur að kansellera tónheyrn vegna hljómeykisæfingar í Fríkirkjunni. aldeilis öskrandi stemming á þeim bænum, eins og fyrri daginn. spurning hvort hún geti reddað mér eins og 9000 kalli vegna jólagjafainnkaupa.
En 9000 er einmitt sama upphæð og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldar mér vegna spilunar við bókaupplestur í bókasafni samnefnds bæjar. hrumpf! en svo eru stelpurnar búnar að fá borgað, en ekki ég! þetta kallar á aðgerðir, það verð ég að segja, svei mér þá. mikið er ég annars þreytt allt í einu, þetta kallar á kaffibolla, það verð ég að segja, svei mér þá...