mér leiðist ógurlega. það er eins og síminn hérna viti af því að ég er að svara í hann og þess vegna þegir hann og hleypir bara í gegn símtölum sem hægt er að afgreiða á innan við mínútu.
sem er nú reyndar ágætt vegna þess að allar afgreiðslur sem taka lengri tíma en mínútu eru svo flóknar að ég veit ekkert hvernig á að framkvæma þær.
svona þannig.
EN!
vissuð þið
...að í Englandi á 18. öld var orðið "buxur" flokkað sem klúryrði?
...að karlmenn verða sex sinnum oftar fyrir eldingu en konur?
...að í sögu Ernest Vincent Wright Gadsby, sem er yfir 50.000 orð, kemur stafurinn e aldrei fyrir?
...að í Corpus Christie í Texas er bannað samkvæmt lögum að ala upp krókódíl heima hjá sér?
...að í New York-fylki er það skráð í lög að blindir megi ekki aka bíl?
...að fleiri nota rauða tannbursta en bláa?
...að Colgate framleiddi fyrst sápur og kerti?
...að með því að lyfta fótunum hægt og leggjast á bakið er ekki hægt að sökkva í kviksandi?
...að það eru engar klukkur í spilavítunum í Las Vegas?
...að með venjulegum blýanti er hægt að skrifa um 50.000 orð?
sko ég vissi þetta með klukkurnar í spilavítunum og ég held að þetta með sögu Ernest Vincent whaddíwhadd sé lygi. það eru 3 e bara í nafninu hans og það kemur nú yfirleitt alltaf fyrst. og hvernig endar maður líka sögu á ensku ef maður notar ekki E?
th nd?
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, maí 19, 2005
þetta er fyndið
Ætlaði að skera niður kjötlæri inni á skemmtistað
Lögreglan á Ísafirði var kölluð að skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags en tilkynnt var um mann með hníf inni á staðnum. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn hugðist nota hnífinn til að skera niður hangikjötslæri sem hann hafði meðferðis og gefa fólki í kringum sig sneiðar af kjötinu.
Maðurinn ógnaði engum, en hnífurinn var stærri en lög leyfa og var hann því haldlagður. Maðurinn fékk þó að halda lærinu.
var á mbl.is einhverntíman um daginn, stal þessu af bloggi
Lögreglan á Ísafirði var kölluð að skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags en tilkynnt var um mann með hníf inni á staðnum. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn hugðist nota hnífinn til að skera niður hangikjötslæri sem hann hafði meðferðis og gefa fólki í kringum sig sneiðar af kjötinu.
Maðurinn ógnaði engum, en hnífurinn var stærri en lög leyfa og var hann því haldlagður. Maðurinn fékk þó að halda lærinu.
var á mbl.is einhverntíman um daginn, stal þessu af bloggi
hjólauppboð löggunnar
nennir einhver að fara fyrir mig og kaupa fallegt kvenmannsreiðhjól með bjöllu, bögglabera og körfu framan á?
Óskilamunauppboð 21. maí
Laugardaginn 21. maí kl. 13.30 fer fram árlegt uppboð óskilamuna hjá lögreglunni í Reykjavík. Uppboðið verður haldið í porti bakvið Borgartún 7b þar sem afgreiðsla embættisins er til húsa. Innangengt er í portið frá bílastæðum við austanvert húsið. Á uppboðinu verða boðin upp reiðhjól ásamt öðrum óskilamunum. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu embættisins, s. 444 1400.
Óskilamunauppboð 21. maí
Laugardaginn 21. maí kl. 13.30 fer fram árlegt uppboð óskilamuna hjá lögreglunni í Reykjavík. Uppboðið verður haldið í porti bakvið Borgartún 7b þar sem afgreiðsla embættisins er til húsa. Innangengt er í portið frá bílastæðum við austanvert húsið. Á uppboðinu verða boðin upp reiðhjól ásamt öðrum óskilamunum. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu embættisins, s. 444 1400.
- "I'm thinking balls are to men, what purses are to women. It's just a little bag but we'd feel naked in public without it."
raunasaga víóluprófsins
jájájá, haldiði ekki bara að Kjallinn sjálfur sé mættur á svæðið.
grunar mig þá að bjórinn fari að flæða.
nei það er ekki um annað að ræða.
djók.
annars er bara allt að gerast þessa dagana, hið ótrúlega fræga og títt um talaða FRAMHALDSDEILDARPRÓF mitt í víólu "spili" verður núna á laugardaginn kl. 11:00. niðrí tónó í stofu fjögur. ef Ingunn Hildur gerist það góðhjörtuð og leyfir mér, gumma og 2 prófdómurum að nota stofuna sem hún svo kyrfilega er búin að merkja sér á laugardagsmorgnum. en fyrir óbreytta liðsmenn aðdáendaklúbbs tótfríðar þá er kannski gaman (eða eitthvað) að rekja þessa prófs-sögu. kannski aðallega svo að öllum verði ljóst hve Prófanefnd er engann veginn að höndla hlutverk sitt og stöðu og ætti kannski Aðeins að slaka á meðan hlutirnir eru að þróast.
allavega.
ég sótti um að taka framhaldsdeildar próf í byrjun apríl. óskaði eftir prófdeginum 30. apríl. ekkert heyrist nema prófanefnd muldrar eitthvað um að það sé enginn prófdómari til.
þeirra mál segi ég og held áfram að æfa skalana mína.
27. apríl segir prófanefnd "nei prófið getur ekki verið 30. apríl" segir þó ekki afhverju eða hvort prófið verði yfirleitt yfirhöfuð yfirleikið.
svo ég fer bara til London í viku og læt kaupa á mig dýrar skyrtur, fer út að borða og kúka í klóstið hjá EE (sorry about that...).
Raddirnar um prófdómaraþurrðinn verða háværari og kemur í ljós að til að geta dæmt framhaldsdeildarpróf verður maður að hafa setið eitt feitt prófdómaranámskeið.
það er langt fyrir neðan virðingu allra víóluleikara að fara á námskeið þar sem ekki er boðið upp á ókeypis áfengi svo að enginn dísel-fiðluleikari hafði farið á námskeiðið. víóluleikarar láta heldur ekki fiðlu (hrollur) leikara dæma prófin sín svo strangt til tekið var enginn hæfur dómari.
mæ es!
eins og þetta sé fyrsta prófið sem er tekið í víóluleik! fullt til af góðu fólki til að dæma þetta, bara eitthvað helvítis prump hjá prófanefnd að vera svona stífir á einhverjar skítareglur sem eru svo nýjar að blekið var varla þornað. bara stælar og stífelsi ekkert annað.
hrumpf!
en jæja, loksins kom lausn í málið núna í ÞESSARI VIKU, og er á þá leið að "kvalífíkeraður" dómari sem búinn var að fara á námskeiðið dæmir, fiðluleikari, en henni til handagangs og leiðbeiningar ("nú er hún að spila á C-streng.... neinei... C - STRENG!) verður víóluleikari viðstaddur.
en ég er nú bara mest kát að fá loksins að taka andskotann, búið að vera hangandi yfir manni allt of lengi. og ég skal segja ykkur það að skalarnir mínir eru EKKI að skána. ég bara skil ekki hvernig fólk getur spilað skala. það er alfeg ga-la.
eh...
en svona af því þið vorkennið mér og viljið endilega sýna samhug í verki, þá megið leggja inná mig fúlgur fjár og helst sem fyrst.
var að fá euro reikning...
grunar mig þá að bjórinn fari að flæða.
nei það er ekki um annað að ræða.
djók.
annars er bara allt að gerast þessa dagana, hið ótrúlega fræga og títt um talaða FRAMHALDSDEILDARPRÓF mitt í víólu "spili" verður núna á laugardaginn kl. 11:00. niðrí tónó í stofu fjögur. ef Ingunn Hildur gerist það góðhjörtuð og leyfir mér, gumma og 2 prófdómurum að nota stofuna sem hún svo kyrfilega er búin að merkja sér á laugardagsmorgnum. en fyrir óbreytta liðsmenn aðdáendaklúbbs tótfríðar þá er kannski gaman (eða eitthvað) að rekja þessa prófs-sögu. kannski aðallega svo að öllum verði ljóst hve Prófanefnd er engann veginn að höndla hlutverk sitt og stöðu og ætti kannski Aðeins að slaka á meðan hlutirnir eru að þróast.
allavega.
ég sótti um að taka framhaldsdeildar próf í byrjun apríl. óskaði eftir prófdeginum 30. apríl. ekkert heyrist nema prófanefnd muldrar eitthvað um að það sé enginn prófdómari til.
þeirra mál segi ég og held áfram að æfa skalana mína.
27. apríl segir prófanefnd "nei prófið getur ekki verið 30. apríl" segir þó ekki afhverju eða hvort prófið verði yfirleitt yfirhöfuð yfirleikið.
svo ég fer bara til London í viku og læt kaupa á mig dýrar skyrtur, fer út að borða og kúka í klóstið hjá EE (sorry about that...).
Raddirnar um prófdómaraþurrðinn verða háværari og kemur í ljós að til að geta dæmt framhaldsdeildarpróf verður maður að hafa setið eitt feitt prófdómaranámskeið.
það er langt fyrir neðan virðingu allra víóluleikara að fara á námskeið þar sem ekki er boðið upp á ókeypis áfengi svo að enginn dísel-fiðluleikari hafði farið á námskeiðið. víóluleikarar láta heldur ekki fiðlu (hrollur) leikara dæma prófin sín svo strangt til tekið var enginn hæfur dómari.
mæ es!
eins og þetta sé fyrsta prófið sem er tekið í víóluleik! fullt til af góðu fólki til að dæma þetta, bara eitthvað helvítis prump hjá prófanefnd að vera svona stífir á einhverjar skítareglur sem eru svo nýjar að blekið var varla þornað. bara stælar og stífelsi ekkert annað.
hrumpf!
en jæja, loksins kom lausn í málið núna í ÞESSARI VIKU, og er á þá leið að "kvalífíkeraður" dómari sem búinn var að fara á námskeiðið dæmir, fiðluleikari, en henni til handagangs og leiðbeiningar ("nú er hún að spila á C-streng.... neinei... C - STRENG!) verður víóluleikari viðstaddur.
en ég er nú bara mest kát að fá loksins að taka andskotann, búið að vera hangandi yfir manni allt of lengi. og ég skal segja ykkur það að skalarnir mínir eru EKKI að skána. ég bara skil ekki hvernig fólk getur spilað skala. það er alfeg ga-la.
eh...
en svona af því þið vorkennið mér og viljið endilega sýna samhug í verki, þá megið leggja inná mig fúlgur fjár og helst sem fyrst.
var að fá euro reikning...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)