mér leiðist ógurlega. það er eins og síminn hérna viti af því að ég er að svara í hann og þess vegna þegir hann og hleypir bara í gegn símtölum sem hægt er að afgreiða á innan við mínútu.
sem er nú reyndar ágætt vegna þess að allar afgreiðslur sem taka lengri tíma en mínútu eru svo flóknar að ég veit ekkert hvernig á að framkvæma þær.
svona þannig.
EN!
vissuð þið
...að í Englandi á 18. öld var orðið "buxur" flokkað sem klúryrði?
...að karlmenn verða sex sinnum oftar fyrir eldingu en konur?
...að í sögu Ernest Vincent Wright Gadsby, sem er yfir 50.000 orð, kemur stafurinn e aldrei fyrir?
...að í Corpus Christie í Texas er bannað samkvæmt lögum að ala upp krókódíl heima hjá sér?
...að í New York-fylki er það skráð í lög að blindir megi ekki aka bíl?
...að fleiri nota rauða tannbursta en bláa?
...að Colgate framleiddi fyrst sápur og kerti?
...að með því að lyfta fótunum hægt og leggjast á bakið er ekki hægt að sökkva í kviksandi?
...að það eru engar klukkur í spilavítunum í Las Vegas?
...að með venjulegum blýanti er hægt að skrifa um 50.000 orð?
sko ég vissi þetta með klukkurnar í spilavítunum og ég held að þetta með sögu Ernest Vincent whaddíwhadd sé lygi. það eru 3 e bara í nafninu hans og það kemur nú yfirleitt alltaf fyrst. og hvernig endar maður líka sögu á ensku ef maður notar ekki E?
th nd?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli