fimmtudagur, maí 19, 2005

þetta er fyndið

Ætlaði að skera niður kjötlæri inni á skemmtistað

Lögreglan á Ísafirði var kölluð að skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags en tilkynnt var um mann með hníf inni á staðnum. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn hugðist nota hnífinn til að skera niður hangikjötslæri sem hann hafði meðferðis og gefa fólki í kringum sig sneiðar af kjötinu.

Maðurinn ógnaði engum, en hnífurinn var stærri en lög leyfa og var hann því haldlagður. Maðurinn fékk þó að halda lærinu.


var á mbl.is einhverntíman um daginn, stal þessu af bloggi

Engin ummæli: