var að horfa á Robin Hood.
úhúhú þvílíkt nostalgíu kast (everything I do, I do it for yooooooou). það er samt ótrúlegt hvað er langt síðan, en samt ekki, æj ég veit ekki... en þessi mynd er síðan (haldið ykkur fast) 1991!
allavega. kevin costner er með sítt að aftan og í asnalegustu fötum í heimi og þessi belja sem hann byrjar svo með var með gerfilegasta hár sem ég hef á ævi minni séð. leit meira út einsog uppraknaður sófi heldur en hár. ú hú hú. myndin er líka yfirfull af svona brjálæðislega hallærislegum ræðum sem fær fólk til að algjörlega breyta um lífsskoðun og hætta lífi sínu og limum fyrir frelsi, hugrekki, sjálfstæði o.fl. í þeim dúr, allt fyrir mann í sokkabuxum.
og svo eru allir svo illa skítugir í framan að það var næstum hlægilegt, síðan hvenær varð fólk jafnmikið skítugt í framan, með sama lit og sömu áferð?
vondi kallinn var samt nettastur... minnti mig rosalega á Snape. og viti menn, þetta er sami leikari. klár hún tóta (nei).
eníveis...
yndisleg mynd og stendur alfeg fyrir sínu :) grínlaust. og já, ég klappaði þegar Sean Connery kom. of course.
:)