það er nú kannski ósmekklegt aðblogga um baðherbergið sitt, en mér er svossem sama. við erum s.s. að gera upp baðið, DO-UP eins og það myndi örugglega ekki útleggjast á ensku. búið að vera í gangi í viku og ýmislegt búið að ganga á.
tildæmis saga í sundur rafmagnsvírinn sem tengir eldavélina og rífa alla tengla úr eldhúsinu.
jú þið lásuð rétt, við erum að gera upp baðið.
en þetta verður OSOM næs og flott og það verður þvottavél og þurrkari í íbúðinni, svo að skokk-ferðir mínar niður í kjallara með þvott heyra sögunni til. þurrkarinn er meira að segja svo tæknilegur að hann segir bíb-bíb-bíb þegar þvotturinn er þurr, samt erhann barkalaus (a. ha. ha. ha.), við prófuðum hann og í þessum töluðu orðum sit ég í þurrkara-þurrkuðum naríum. reyndar í fleiri fötum líka því hér ganga iðnaðarmenn fram og til baka með allskonar dót sem mér finnst allt líta eins út og heita það sama.
annað spennandi við svona framkvæmdir er að það er búið að taka klósett hurðina af hjörunum (reyndar er líka búið að taka hjarirnar allar og vegginn sem hjarirnar voru á, en það er önnursaga) svo þegar maður pissar þá þarf maður helst að raula í leiðinni svo enginn komi eða fari að hlusta á það hversu aum bunan manns er.
ef hún er aum þeas.
ó je.
annað í fréttum er það helst að utanlandsferð páskanna hefur verið pöntuð, borguð og bíður þess eins að við fjölskyldan skundum af stað.
allt í boði ungfrú Lovísu, yaaay! þannig að ef þjófar lesa þetta verða þeir að muna að pissa áður en þeir brjótast inn. djók.