ég heyrði í gær mjög skemmtilegt.... eða allavega soldið áhugavert viðtal við hana Báru okkar Grímsdóttur sem var að gefa út nýjan disk með svona íslenskum þjóðlögum og allskonar. voða stemming. svo var flutt eitt lagið og það var bara voða þjóðlegt og fínt.
útvarpskonan: já þetta ver nú skemmtilegt og í þessu lagi var mjög forvitnileg og fjölbreytt hljóðfæranotkun. getur útskýrt fyrir okkur hvaða hljóðfæri þetta voru og hvernig mismunandi stefnur sameinuðust þarna?
Bára: jah, þetta var nú bara harmónikka...
mér fannst þetta allavega ógeðslega fyndið. og svo kom stuttu seinna:
útvarpskonan: svo ert þú nú búin að vera að kenna TVÍUNDASÖNGINN okkar á þjóðlagamótum, ekki satt?