mánudagur, ágúst 25, 2003

www.kissthisguy.com er snilldarsíða. búið að taka saman fullt af misheyrðum textum. jeminn hvað ég er búin að hlægja mikið í dag!
takk takk takk iðunn megabeib fyrir að benda mér á þetta. hoho!
:D

Eleanor Rigby/ Beatles
The real lyrics were:
Father Mackenzie, wiping the dirt from his hands as he walks from the grave.
But I misheard them as:
Father Mackenzie, wiping the death from his hands as he walks from the grave.
***
I saw her standing there/Beatles
The real lyrics were:
I held her hand in miiiiiine.
But I misheard them as:
I held her hand in Hawaiiiiii.
***
Baby One More Time/Britney
The real lyrics were:
When I'm not with you, I lose my mind.
But I misheard them as:
I'm gonna get you when I lose my mind.
***
like a virgin/madonna
The real lyrics were:
Like a virgin touched for the very first time.
But I misheard them as:
Like a virgin touched for the thirty-first time.
tóta: "eins gott að þú settir ekki rauða bolinn þinn í þvott með hvítum nærfötum, þá hefðu þau öll orðið bleik"
jón: "ég á engin hvít nærföt"
tóta: "af hverju ekki?"
jón: "af því þau verða öll gul og brún og ég vil það ekki."
nýr linkur kominn. linkur yfir á góða góðvininn Baldur Pál sem er í þessum töluðu orðum að hugleiða hlutina.
guð hjálpi mannkyninu.

fylgdu hjartanu Baldur Páll, fylgdu því alla leið!
ég fór í leikfimi í hádeginu, oh ég er svo dugleg. ég var meira að segja það dugleg í einni teyjuæfingunni að mér tókst með undraverðum hætti að teyja rassinn úr buxunum.
ímyndið ykkur það.
nei annars.... ekki gera það.
jón var að láta mig downloada ICQ.
það sökkar svooooo feitt. ég hér með banna öllum að hugsa út í þann fáránleika að fá sér ICQ.
OJ!
Húrra hvað var gaman hjá mér á fimmtudaginn!
ég fór á tónleika með Ísafold kammersveitinni í Listasafni Íslands, geggjuð stemming, svo ekki sé meira sagt. svo þekkti maður svo skelfing marga :) hitti elskuelsku Svöfu mína eftir langt og strangt sumar, en við vorum ekki lengi að "ketch-up" og fórum bara strax eftir tónleikana á kaffihús. maður er sko ekki að tvínóna við hlutina. hoho. en með okkur fóru Eyfi minn elskulegi, sem einnig var svo vænn að fylgja mér á þessa fínu tónleika, Tobba ofur-skylmari sem fór með okkur eyfa á Vínbarinn skömmu fyrir tónleikana, stelpa sem heitir Steinunn og er tvíburi (ég smyglaði mér inná tvítugs afmæli hennar og bróður hennar og fékk afslátt af bjór), önnur steinunn sem er píanóleikari og algjörgella, og svo eins stelpa sem ég veit ekki alfeg hvað heitir. kannski sigrún. allaveganna. svo kom hjalti tobbu tæger og skömmu seinna örkuðum við nokkur í party heima hjá Gyðu og Daníel, en Daníel var einmitt stjórnandi ísafoldar og þar var þetta líka heljarinnar party.
ég æltaði nú að stoppa stutt við, en ákvað svo að ílengjast (eftir að hinn Ofur Þolinmóði Eyjólfur hafði beðið mig Kurteislega um að koma heim í næstum því 5 mínútur) og sé ég ALS ekki eftir því. þvílíkt stuð á bænum! jeremías minn.
aðallega var það þó ein manneskja sem gerði þessa nótt að gimsteini sem mun glitra um óravegu eilífðar. eh... já.
en það var ÓGEÐSLEGA GAMAN, og þvílík íbúð! garg-sarg! svalir og dansgólf og ég veit ekki hvað og hvað. ég hitti líka loksins hana Tinnu sætu sem ég hef ekkert sé svo voðalega lengi og Stefaníu víólu mega beib sem LOFAÐI að hafa samband næsta vetur, ÞÓ að hún myndi ekki vilja það. hoh! það var samt leiðinlegt hvað allir voru á leiðinni eitthvert... muuu. Ella Vala og Elfa til þýskalands, stefanía til hollands, tinna til rússlands og matti til frakklands. svo maður minnist nú ekki á villa í noregi og stulla í amríku. og nottla Eyfi í london. ég er nú ekki ennþá orðin sátt við hvernig hann yfirgefur mig alltaf eftir hvert einasta sumar. Hrumpf!
en hvernig verður þetta eiginlega næsta vetur? ég sé fram á að ösla snjóinn upp á miðja kálfa í myrkrinu, bærinn verður svo tómur að borgasjóður ákveður að slökkva á öllum ljósastaurum og hætta að moka göturnar.
guði sé lof fyrir hana svöfu mína að nenna að hanga hér heima á skerinu. *hjúkk*
talandi um útlönd þá lét baldur páll heyra í sér. krúttið a-tarna.