fimmtudagur, apríl 06, 2006

hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?!

núna mætti dæma Rondo 87.7 útvarpsstöðina fyrir tilraun til manndráps, en sú stöð er núna búin að spila lag sem sameinar allt það illa í heiminum:

1)þverflautu
2)la campagniella (eða hvað það í andskotanum heitir þetta ógeðslega lag)
3) varíasjónir

þetta rúllaði grínlaust í næstum 10 mínútur! og það þýðir ekkert að kenna mér um þetta, ég hefði þurft að STANDA UPP til að ná í fjarstýringu og skipta um rás.

ekki grín!

ég var vakin FYRIR klukkan átta í morgun!
sem er mjög hættulegt, ég hlýt að búa með adrenalín fíkli. svo lét hann mig keyra sig í vinnuna! svona til útskýra þetta nánar, þá vakna ég ekki fyrr en um hádegi, hvort sem ég sé farin á fætur eður ei.
svo þóttist ég æfa mig í smá stund og fór svo í sund og var EIN í lauginni. þ.e.a.s. áður en einhver 12 ára bekkur gusaðist oní með píkuskrækjum og hávaðagangi.
svo þegar ég var að klæða mig tók ég eftir að ég var í gulu pilsi og grænum sokkabuxum.
sem er nú svossem bara ágætt, en þegar égvar búin að setja á mig rauða sjalið mitt leið mér eins og umferðaljósi.
ansi mikil stemming.
svo er ég núna að troða í mig 300 gr. af grænmeti og reyna að finna mér eitthað að gera það sem eftir lifir dags sem ekki inniheldur mig sofandi uppí rúmi. svo nenni ég heldur ekki að gera neitt uppbyggilegt.
ætli endi ekki með því ég fari að reyna ða bæta metið mitt í pac man? :)