jæja þögnin og kommentablokkeringin á braut, enda komin tími til að nöldra. ætlar RÚV ekkert að breyta aftur fréttastefinu, eða er ég kannski ein sem er alltaf jafn hissa þegar futuresounds of the sampler stefið byrjar á undan fréttunum?
verulega óviðunandi.
annars standa jólagjafirnar í 6 (og hálfur)/16. sé fram á að svindla smá, það er ekki á neinn leggjandi að prjóna Sextán pör af vettlingum. nema um ungabörn séu að ræða og systur mínar eru víst vaxnar uppúr þeirri skilgreiningu.
svo er gaman að segja frá því að ég er í þessum töluðu orðum að senda BCU (áður UCE) snepil sem á stendur að ég ætli EKKI að vera viðstödd útskrift mína í febrúar. sami snepill myndi einnig fara ef ég ÆTLAÐI að mæta. gefur það ekki auga leið ef fólk sendir EKKI snepil að það ætli EKKI að mæta? það finnst bretum ekki. enda eru þeir fíbl. en ef ég skil bréfið rétt sem fylgdi þá verða þeir að hafa þessa staðfestingu á EKKI-mætingu til að geta sent manni prófskírteinið. og ég spyr aftur: gefur það ekki auga leið að þeir sem ekki mæta þurfi að fá skírteinin sín send? hvað ætlar skólinn annars að gera við skírteinin okkar?
vá hvað maður væri pirraður ef maður væri ekki svona þolinmóður og skilningsríkur.
jæja best að fjárfesta fingrunum á annan vett(linga)vang.