mánudagur, janúar 03, 2005

gleðilegt nýtt ár

alle sammen og takk fyrir það gamla.
sit hérna við tölvuna niðri í tónlistarskóla vegna þess að ég bara varð að taka mér smá pásu til að gá að einhverju á netinu. og hér er ég mætt, en man bara alls ekki hvða það var sem ég ætlaði að athuga.
sjett.
sona er þegar maður plantar sér í helvítis næst innst á ganginum stofuna númer 18. ef þið skiljið. annars gengur hálf brösunarlega með þetta prufuspil, tókst til að mynda að klemma þumalinn á mér áðan þegar ég var að opna gluggann. það kom blóð og allt, ég var gjörsamlega miður mín. þurfti að fara og kaupa plástur meira að segja :´( en sembetur fer get ég nú samt alfeg spilað, 3-4 MILLImetrar og það hefði verið bæ-bæ orkesternorden. svona getur nú verið hættulegt að opna glugga góðir hálsar. nú langar mig heim að sofa, er svona eiginlega óglatt af þreytu. mjög smart. jónsæti og skemmtilegi ákvað, sér sjálfum óaðvitandi að æfa sig í að líkja eftir frekar stórum utanborðsmótor milli kl. 3 og 7 í nótt. gekk svona líka vel hjá honum blessuðum.
*geisp*