þriðjudagur, maí 30, 2006

nýju lögin!

við nágrannarnir sömdum nokkur lög í gær svona í tilefni þess að við nenntum ekki að æfa okkur.

Sunny Rain þetta lag er um daginn í gær þar sem sólin skein sem mest hún mátti á milli þvílíkra úrhellisrigningarskúra

In hell lag um hvernig við höfum fundið ástæður til að losna við að spila í hljómsveitinni

jessöríbob

haldiði ekki bara að hún tóta ykkar sé búin í prófinu sínu!
gekk ótrúlega vel, ég er þvílíkt ánægð með mig :) held mér hafi aldrei gengið svona vel á prófi spilalega séð. ekkert stress, ekkert óöryggi, ekki neitt bull. :D
víííhííí!
svo nú er það bara sólbað og kokteilar.
eða þannig.

mánudagur, maí 29, 2006

Hell Yeah!

prófið mitt er á morgun og ég er svo fokkin löt það hálfa væri nóg. ætla að spila fyrsta kaflann úr Víólu Sónötu eftir Rebeccu Clarke og svo fyrstu selló svítuna, en samt ekki alla af því að "my recital" má bara vera 20 mín. MEÐ bili milli verka.
þvílíka recitalið eða hitt þó heldur. en allavega.
David er með masters recital á miðvikudaginn og það er heilar 45 mín. algjört pöff. hverskonar masterspróf er það? æj ble.
en við erum s.s. búin að finna okkur ýmislegt til dundurs á þessum ögurtímum... erum t.d. búin að semja þrjú ný lög á plötuna okkar sem mun vonandi aldrei koma út.
stuð stuð stuð. getur vel verið ég skelli þeim á netið.
eða ekki...

laugardagur, maí 27, 2006

búúú húúú

skype er leiðinlegt við mig svo ég get ekki talað við jónsæta :(
ó aumingja ég.

en tjekkið á my space síðunni minni, hún er awsome
(linkur til hægri)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Neeeeeenni ekki

að gera neitt. vaknaði rétt fyrir ellefu í morgun og er núna, um hálfsex leytið gjörsamlega að drepast úr þreytu og leti. samt er ég eiginlega ekki búin að gera neitt í allan dag nema drekka te.
og kaffi.
já hey ég er búin að finna uppáhaldskaffidrykkinn minn! en fyrir þá sem þekkja tótuna/skúlafúla þá vita þeir hinir sömu að hún/hann drekkur ekki neitt sem mjólk hefur verið blandað útí svo þetta er frekar flókið þegar kemur að kaffi drykkjum.
jájá
en drykkurinn er semsagt, americano MEÐ auka skoti af espresso.
mjög frumlegt en AKKÚRAT passlegt fyrir mig. svo nú megiði bara gjöra mér svo vel að koma í heimsókn og gefa mér kaffi.
eða eitthvað, ég er allavega alfeg að sofna... púúúú

miðvikudagur, maí 24, 2006

Leiðinda Rigning

hæ hó hér er lagið sem við Skúli sömdum saman saman áðan... (vona þetta virki :S )

http://totaviola.badongo.com/


það eru soldið léleg gæðin á því og það heyrist eiginlega ekkert í mér af því að míkrafónninn var svo langt frá. eða svona. en textinn er:

Ég vildi að sóli skini
innum gluggan minn, beint á mig
en úti er allt blautt
allt á kafi í regni.

bara í smá stund, sjá sólina,
bara aðeins, stutta stund
tréin myndu glöð vilja
aðeins fá smá sól
það er ekki alltaf nóg að
fá bara regn

bráðum held ég
að ég drukkni,
drukkni í vatni, aumingja ég
því að sólin hefur ekki
sést hér lengi
það er alltaf bara engin sól
bara regn helv** regn...


ætla að biðja plötuútgefendur um að tala bara beint við markaðsstjórann minn... þeas ef hann á lausa stund. skúli vill heldur ekki tala við neinn. bara ALLS ekki.

atlaga gerð að skúla

ég og Margaret, í slagtogi við Schubert, Strauss og Mahler, gerðum MJÖG góða tilraun til að losa okkur við Skúla Fúla í dag. Löbbuðum sem leið lá í úthverfi eitt sem heitir Bourneville og er bara ansi langt frá. allavega vorum við svo orðin svo þreytt við tókum lestina til baka.
og nei ég sá enga götubardaga, var ekki rænd og það eru ekki bara verksmiðjur útum allt. ég sá reyndar eina verksmiðju, en ákvað að strunsa framhjá henni og ímynda mér að hún hefði alls ekki verið þarna.
þegar ég kom heim fékk ég mér svo baunir í matinn sem voru alls ekki góðar og tuggði heila agúrku. en agúrkur eru uppáhaldsmaturinn hans Finnboga.
svo fór ég inní herbergið mitt og samdi lag á gítarinn minn um það hvað ég hata rigningu mikið... getur vel verið ég reyni að skella því á netið, það var nefnilega soldið skemmtilegt.
en Skúli situr sem fastast og til að vera ennþá meira til leiðinda ákvað hann að prumpa geðveikt mikið inní herberginu mínu útaf öllum baununum svo ég sé fram á að þurfa að eyða nóttinni frammi í stofu með tappa í ra.... jah allavega er fýlan hérna inni hræðileg.

reyni eins og rass við setu
rembist eftir bestu getu,
en þótt ég við það púli
þrjótinn út að bera,
þá virðist hann kominn til að vera
vondi, ljóti, skúli fúli

þriðjudagur, maí 23, 2006

mrs. Price

þegar ég er orðin stór ætla ég að verða Dame Margaret Price.
nei ég ætla ekki að vera EINS og hún, ég ætla AÐ VERA hún. það er gella sem segir sex. og þá helst á þýsku eða eitthverju svona dramtísku tungumáli.
tjekkiði bara á kjólnum! sjæse, svona klæðast bara Scnhillingar. ég var s.s. að kaupa disk þar sem hún syngur nokkur vel valin og er gjörsamlega heilluð.
ég þ.e.a.s. er heilluð, Margaret hefur nottla heyrt þetta áður þar sem hún var á staðnum þegar gaurinn var tekinn upp. þetta er life sko, ekkert fokking remix eða klippt til kjaftæði. Margaret er echta.
svo ætla ég að láta gefa mér þennan dvd disk.

herra Fúli reynir að borða epli

ég var svona að spekúlera hvort það væri hægt að fá ælupest nema...
... bara útúr öfugum enda?
virkar þa...
...nnig að hvað sem maður setur ofan í sig, vill synda með fi.... ...skunum strax.
og þá meina ég strax.

mánudagur, maí 22, 2006

ég er alfeg búin að ákveða það að í næsta lífi sem ég fæðist, þá ætla ég ekki að eignast neina vini, heldur búa ein einhversstaðar uppá fjalli.
kannski eiga kött.

hrumpf!
-Skúli Fúli

föstudagur, maí 19, 2006

ég veit ekki hvað í andskotanum ég er að gera komin og fætur og búin að klæða mig og ég veit ekki hvað oghvað. flugið mitt er ekki fyrr en kl. 10 og ég er svona 10 mín að labba á lestarstöðina og 9 mínútur þaðan út á flugvöll.
en maður er bara svo fjandi spenntur! hohoho
er sko að fara til Kjöben að heimsækja hommana mína. ég er náttúrulega yfir mig hneyksluð á að ísland skyldi ekki komast áfram í júró, þetta er greinilega ekki alfeg alltílagi lið sem dæmir þetta... var fólk í alvörunni að hlusta á lagið frá tyrklandi?
ég hef nú reyndar ekki heyrt það sjálf, en ég veit að það var ömurlegt og sylvía okkar mikið betri.
jammsííí...
en nú eiga allir að hugsa vel til skýjanna sem eru í köben og reyna að lokka þau út á atlantshaf því ég nenni ekki að þurfa að fara að kaupa mér hlýja peysu þegar ég kem þangað.

túúúúrílúúúú!

miðvikudagur, maí 17, 2006

what the?

já ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég hef bara búið í Bretlandi frá því í september.. en í alvöru talað... Frank Skinner? þetta getur ekki verið alvöru nafn!
og Benjamin Zephania?
ég er nú bara fegin að þekkja ekki neinn sem heitir svo skuggalegu nafni.


UCE Birmingham will be launching the New Generation Arts Festival on 31st May 2006. The festival includes over 1,000 arts based students, some 200 alumni in over 30 exhibits in 25 venues around Birmingham. The festival is backed by big names like Frank Skinner, Betty Jackson, Ruby Turner, Philip Pullman, Jim Crace and Benjamin Zephania to name but a few.

sunnudagur, maí 14, 2006

meiri tónlistarsöguprófs undirbúiningur

rakst á þessa góðu grein:

"Berlioz was a French composer. Berlioz had a son, two sisters, two wives and many friends. He had lots of people close to him die. Berlioz was a very good friend to everybody. As a musician he went to Italy, Germany, and France."

er ekki soldið erfitt að eignast einn son ef maður á tvær konur? líka leiðinlegt ef fólk sem kemur nálægt mann er bara sísvona að deyja.
en þetta er bara svo vel orðað... fer með þetta í prófið, ekki spurning.

laugardagur, maí 13, 2006

aaaaawwww

"Haft er eftir Bach að hann hafi sagst semja góðar bassalínur guði til dýrðar og fallegar laglínur í efstu rödd til að gleðja mannfólkið. " (tekið af tónlistarvefnum)

fann mestu snilld í heimi tilað hjálpa mér fyrir tónlistarsöguprófið. þessi vefur er víst fyrir grunnskólanemendur, en það segir nú bara ansi mikið um þennan ljóta áfanga sem ég er í og standardinn á þessu "háskólanámi" mínu. hoho!

Stephan Fry er snillingur

er að lesa bók eftir hann sem heitir "Stephen Fry´s incomplete & utter history of classical music" og er (hence the name) um sögu klassískrar tónlistar. kannski ekki alfeg besti undirbúningurinn fyrir tónlistarsöguprófið mitt á mánudaginn, en allavega í áttina...
allavega, hann er að tala um hvernig óperan byrjaði og alla þessa geldinga...

"But nevertheless, opera was here to stay, and, with opera, came egomaniac primadonnas. But, as we´ve said, not female ones. In fact, arguably, much worse: egomaniac primadonnas with a grudge. In fact, with a grudge and no balls. what an awful combination."

Egomaniac primadonna with a grudge but no balls, er frá og með deginum í dag uppáhaldsorðið mitt.

föstudagur, maí 12, 2006

próf og prump

var í 2 prófum í dag. í sama áfanganum samt. "þessi þarna" áfangi sem ég er búin að vera að blóta HÁSTÖFUM í allan vetur. gekk frekar illa :S en maður á nú ekkert að vera að segja frá því, þá heldur fólk kannski að maður sé vitlaus.
svo er mér illt í maganum og blá á litin... :(

er nefið á mér að stækka?


þriðjudagur, maí 09, 2006

ókei ókei, ég er alfeg að fara að sofa...

This Is My Life, Rated
Life:
6.9
Mind:
6.7
Body:
6.6
Spirit:
8.3
Friends/Family:
5.6
Love:
4.6
Finance:
4.5
Take the Rate My Life Quiz

hrein hörmung

ímyndið ykkur:
1) verstu tónsmíð sem þið hafið á ævi ykkar heyrt
bætið við hana:
2) ömurlegasta hljómagang í heimi
3) lélega raddfærslu
4) ógeðslega ljótt stef sem fer EKKI NEITT
5) alvarlega misnotkun á trillum og þríundum
6) lokahljóm sem er fjórðipartur, punkteraður áttundi + sextándipartur, fjórðipartur

og þá hafið þið því miður kannski komist nálægt því að upplifa tónsmíð mína fyrir píanó í 18. aldar stíl sem ég var að leggja lokahönd á.
ef ég fæ hærra en 40 stig fyrir þessa misheppnuðu sóun á pappír, þá eru prófdómararnir blindir, heyrnarlausir og fjölfatlaðir.
en þar sem þetta auma verkefni er bara rúm 5% af lokaeinkun (sem er svo hvort sem er bara fall eða náð) þá ætla ég bara að tsjilla feitt á pakkanum og fara að sofa.
túdilí lúúú

ps-vill einhver kenna mér (aftur) hljómfræði í sumar?

laugardagur, maí 06, 2006

það held ég nú

í dag var hroðalega gott veður hér í börminu, sól og heitt og ég veit ekki hvað og hvað. mér tókst að forða mér frá bruna með því að hlaupa inn um leið og ég fann brunalykt stíga uppúr hálsmálinu öskrandi "i don´t want to burn my skin black!" og sá fyrir mér svarta brunarúst svona eins og þegar pabbi er að steikja kótelettur (kót E lettur? er það frekar kót I lettur? nú fer ég að koma með íslenskuhornið mitt aftur... þetta gengur ekki!) en sólbaðsfélagi minn David skammaðist sín hins vegar hrikalega þar sem einn af sekjúrití köllunum stóð rétt hjá okkur.
og hann er kolsvartur (vinnur aðallega næturvaktir þá sjá bófarnir hann ekki -djók).

en það er semsagt komið gott veður og því hefst hér með formlega berfætta tímabil tótunnar. ég semsagt legg öllum sokkum og lokuðum skóm þangað til að fer aftur að snjóa.
eða rigna mikið.
eða það sé kalt.
sem minnir mig á það að ég þarf að fara og kaupa mér sokkabuxur sem eru ekki með sokkum á. hvað er það kallað... leggings?
einhvernveginn sé ég bara fyrir mér Duran Duran þegar ég heyri orðið leggings. og túberað hár auðvitað.
talandi um hár þá hrósaði Rivka mér í há(r)steit með þetta flotta nýja hár og sagði að nú gæti maður loksins séð á mér andlitin. öndlötin. svo ég gerði náttúrulega ekkert annað allan daginn en að skipta um andlit og gretta mig. henni fannst ég fyndin, sérstaklega þegar ég hermdi eftir yfirmanni strengjadeildarinnar.
jæja farin að kúka og svo að sofa
góða nótt!

fimmtudagur, maí 04, 2006

FAAAAARIÐ!

já það kom að því.
ég er búin að klippa af mér hárið! húrra fyrir því!
loksins loksins loksins. ég var reyndar mikið búin að vera að hugsa um að raka það allt af, taka kíví, en ég beilaði líka á því.
en vááááá hvað þetta er miiiiiiiiiiikið mikið mikið betra.
*dæs*

fjórburar

eru fyndnir. greinilega samt ekki jafn fyndnir og pabbi þeirra :)

kjút alert í hæðasta gæðaflokki....

miðvikudagur, maí 03, 2006

tóta dulle

ég bjó til svo góðan fisk áðan að ég er alfeg bara að deyja úr stolti. bjó sko sjálf til uppskriftina og ég veit ekki hvað og hvað. er líka alfeg að springa ég át svo mikið :) húhúhú.
en fiskur er nú hollur og góður, nammi namm. en svona gerir mar:

1) setur smá slatta af ólifu olíu í eldfast mót
2) skerð niður grænmeti. ég notaði lauk, kartöflu, gulrætur, zuccini og blaðlauk en ég held það sé alfeg hægt að skella hverju sem er í þetta... fínt ef maður á afganga ogsvona (sjett hvað maður er orðinn húslegur) svo setti ég líka 3 hvítlauksrif og smá klump af skornu engiferi en það er víst ekki grænmeti...
3) setur fiskfiskflökin oná allt saman
4) aftur smá sletta af ólífu olíu
5) kryddað. ég setti oregano, salt og chilli, svo skar ég líka eina sítrónu í sneiðar og setti ofaná, en það þarf ekkert að vera að það séu einhverjir afarkostir (hvað svo sem það þýðir nú, ég þarf greinilega að fara að rifja upp "íslenska rökkuð niður" þáttinn minn sem ég var með hérna um árið)
6) inní ofn í 180 gráður í svona 40 mín

þetta tróð ég í mig á fullu. namminamm

ps- SIF myndirnar eru á leiðinni... þarf að kaupa snúru :D