þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
mánudagur, nóvember 12, 2007
máááááánudagur
átti að fara á æfingu kl. 11 en henni var frestað til klukkan 19. almennilegt :) mér langar nú helst ti lað sofa þangað til. veit ekki hvaða þreyta þetta er, svaf svo aðsegja alla helgina :( en síðasta vika var reyndar algjör martröð með viðbjóðnum shereshasjeid í fararbroddi. tónleikarnir gengu nú reyndar ágætlega, þrátt fyrir allt...
svo eru allir meira og minna að fá kvef og hita og flensu allt í kringum mig. 7 9 13 ég nenni ekki að verða veik, er nefnilega að fara til HOllands á fimmtudaginn! víhí! og svo fæ ég nýju víóluna á miðvikudaginn! :D:D
ætla að byrja á því að fá hana lánaða í nokkrarar vikur til að vera alfeg viss um að mig langi að kaupa hana, en ég prófaði hana í sumar og hún var æði. og þá var ALDREI búið að spila á hana. þannig að við erum að tala um seríós opnun á hljóðfærinu á næstu mánuðum. í ha!
svo er ég að prjóna mér vettlinga af því að það er orðið ógeðslega kalt hérna í brumm-brumm. þeir verða blá-yrjóttir með hvítum röndum. og þumli. ég ætlaði að prjóna mér sokka, en það þarf að vera svo langt stroff ég gafst upp, finnst leiðinlegt að prjóna brugðið.
hóhó.
voða tala ég mikið um mig, mætti halda ég væri söngvari! :) jæja nú ætla ég að sparka í rassinn á mér og fara að æfa mig.
eða leggja mig fyrst í 10 mín.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)