miðvikudagur, mars 25, 2009

SCOOOOOREEE!

fann oní kassa tvo diska, euro 1 og euro 2. hugsaði með mér: "oj enn eitt asnalegt tölvuforrit frá jónisæta sem ekkert er hægt að gera við og gerir ekkert nema safna ryki og vera fyrir mér (ofaníkössum)." en ákvað samt að skella þeim í tölvuna og sjá hvort það væri eitthvað á þeim... svona rétt áður en ég myndi þeyta þeim í ruslið.
haldiði hvað?!
þetta voru 2 diskar með EUROVISION LÖGUM!
svo núna er ég hérna í góðum fíling að hlusta á smelli eins og "gente di mare", "A-Ba-Ni-Bi" að algjörlega ógleymdum gleðibankanum :) svona eru nú gamlir kassar oft skemmtilegir. jæja nú þarf ég að fara að læra. er að búa til nemanda.
er að spá í "grænleitt litarhaft" og "áberandi útstæð augu"... yes?