get ekki sofnað... sem er frekar púkó þar sem ég er búin að lofa mér í alls konar rugl á morgun, þ.a.m. að keyra jónsæta í vinnuna. snemma.
hlýtur að reddast.
annað sem hlýtur að reddast er kaup á jólagjöfum, er bara búin að kaupa eina. en ég er búin að pakka henni inn líka, svo það er aukastig.
þriðja sem verður að reddast er jóladagur.
reyndar er svefnleysið alls ekki afkvæmi jóla-kvíða eins og fólk gæti haldið af lestri þessa póst (tala nú ekki um ef það horfir á kastljós líka), baraþetta venjulega.... sykur-ofát.
oh jæja, tilraun númer þriðji klukkutíminn