miðvikudagur, október 01, 2003

hörður mar æskuvinur minn og félagi, sem ég reyndar á ekki í neinu nema rafrænu sambandi við er Sjúklega Fyndinn Maður (SFM).

(tekið af blogginu hans)
Posted 10:37 by Hörður Mar
Ég gerði símaat í gær, geðveikt fyndið.

Gísli: Blessaður!
Ég: Blessaður, er Hreinn þarna?
Gísli: Ha?
Ég: Er Hreinn þarna?
Gísli: Hörður, þetta er Gísli.
Ég: Er enginn hreinn þarna?
Gísli: Nei.
Ég: Eru þá allir skítugir?


og hvað ég vildi að ég væri svona fyndin eins og hann....
oh well... ég fékk lúkkið, hann húmorinn. gangur lífsins


æj sjáiði hvað hann Hjörtur minn er Sætur! jafnvel þótt hann sé alla leið úti í Danmörku!
oooooohhhh..... aaaaaawwwww!
mig langar soldið í stafræna myndavél núna.


hey ég fann þetta voða beyglu dæmi sem sinfó áhugamanna ætlar að kaupa eftir tónleikana.
jahérna. iðunn er búin að smakka þetta og fannst það allt í læ.... þannig að ég lít björtum augum til Beyglu-framtíðar minnar.
:)

haldiði ekki bara að Hjördís ofurgella sé farin að blogga. spurning hvort hún verði duglegri við það heldur en að skrifa email? ;)
hehe.
svo skellti ég sinfó áhugamanna líka í tónlistarlinkadálkinn. þetta fer nú að verða fullmikið af linkum held ég á endanum.
æj samt....
mogginn farinn að stíla meira inn á rómantískar sálir og dramatískt fólk
sinfóníuhljómsveit áhugamanna
Fólk var svo yfir sig áhugasamt um póstinn minn um áhugamannabandið að ég bara verð að taka mig saman í andlitinu (þó fyrr hefði verið, ég veit ekki hvað í óskupunum er orðið af hægri nösinni) og blogga soldið um þá ágætu grúbbu.
það eru nefnilega

Tónleikar 5.október í Seltjarnarneskirkju kl. 17:00. Oliver Kentish stjórnar og eru verkin þessi:
Hildigunnur Rúnarsdóttir: MYRKVI
Jean Sibelius: Sinfónía nr. 7
Tchaikovsky: Rococo tilbrigðin

það er ofur-selló-gellan hún Nicole sem fer hamförum á sellóið sitt. ótrúlega góð manneskjan, eins og hún nú lítur út fyrir að vera léleg. DJÓK! ferleg tussa :p hún er að spila rococococo tilbrigðin. það hefði nú verið stemmari að fá Coco til að taka eins og eitt Drag-sjó í hléi. kannski bjóða upp á Coco puffs eða Cocos-bollur, eða jafnvel heitt coco með rjóma. mmmm rjómi.
svo spilum við Myrkva eftir hana Hildigunni, sem er mjög myrkvað verk (enda verðum við öll í svörtu). allavega eru þessi hryndæmi í byrjuninni ekkert alfeg að gera sig. eða svona.... kannski þau gera sig alfeg ef maður spilar þau öll. tsjah, nú verð ég skömmuð ;) en þetta verk er nú bara frekar kúl, enda tvö víólusóló sem bæði eru einstaklega vel skrifuð. sérstaklega þetta síðasta sem endar á uppstroki sama hvað maður gerir. ég er að spá í að plokka það bara. eða henda kannski boganum út í sal um leið og ég sleppi nótunni. þeir gera þetta stundum fótboltakallarnir... svona ef þeir skora mark eða ekkvað, rífa sig úr bolnum og henda upp í áhorfendastúku. þetta gæti ég hæglega leikið eftir, klárað sólóið með einstökum afbrigðum og hent svo boganum út í sal í sömu sveiflunni. ef vel tekst til gæti ég kannski séð til þess að Richie Pauls hætti að skrifa lélega dóma....
hmm, eða ekki.
svo er meiningin að spila Sibelius nr. 7 líka. úff. andvarp. ó-ó. æj. púha. stjah...
segi ekki orð.

en eftir tónleikana verður sukk og svínerí, skemmtinefndin ætlar að kaupa Beyglur (Heeelloooo?) og maður má koma með áfengi. já takk. kostar víst 1000 kall. en hver borgar ekki 1000 kall til að geta borðað beylgur með öðrum eins ofurstjörnum eins og Páli Einarssyni jarðskjálftasjení, krúttlega bassaleikarinum sem ég veit ekki hvað heitir og Kötu Siggu ofur-fiðlufrekju? svo maður minnist nú ekki ógrátandi á herra óliver hörundsára (sem er ennþá fúll yfir að ég kallaði hann yfirfýlupúka á blogginu mínu hér um árið) og dúllurnar mínar þær Elfu, Sigrúnu, Eydísi og Svöfu.
yeah!
það er ábiggilega geðveikt gaman að vera þessi kona.... ætli hún fái mikið af rusl pósti?
guð hvað var gaman á sinfó áhugamanna æfingu. jeminn eini. ég hef bara sjaldan skemmt mér jafn konunglega.