mánudagur, mars 31, 2003

já, tímminn líður, trúðu mér! það eiginlega segja með sanni að tíminn líði hratt, á gerfihnattaöld.
en hann eyfi minn er að koma heim á morgun :) :) :)
mikið verður það nú gaman.
jafnvel að ég stoppi við í 10-11 á leiðinni heim og kaupi mér svitalyktaeyði, svona í tilefni þessa merkisviðburðar.
og te ;)
vó, þetta er fríkí, kassi A og kassi B eru eins á litinn!
sjett. maður fer að hugsa sig tvisvar um áður en maður heldur sig trúa sínum eigin augum! uuu.... já!

ertu með ljótt andlit?
Hómer Simpson rúlar!
afhverju er hann ekki forseti bandaríkjanna? það væri þá allavega hægt að hlægja að honum...

sagt af Hómer:
Don't let Krusty's death get you down, boy. People die all the time. Just like that. Why, you could wake up dead tomorrow. Well, good night.
sjáiði bara! ekkert skil ég í því að ég skuli ennþá vera "single". þetta próf segir allt um mig...

-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla
þetta var nú meiri helgin. hélt framhjá vigni á föstudagskvöldið og horfði á vídeó með mömmu. við vignir erum í svona vídeó/nammi sambandi... hittumst og glápum við hvert tækifæri. en svo spilaði ég spilaði á tónleikum á laugardaginn í Seltjarnarneskirkju með samstarfi tónlistarskóla hafnarfjarðar og tónskóla sigursveins og tókst svona líka ágætislega. við spiluðum 4 verk... stravinskí forleik þar sem flauturnar drulluðu á sig, jónleifs þar sem allir 4 þættirnir eru Nákvæmlega eins, soldið glatað og mjög leiðinlegt spilunarlega séð, svo kom Elfa Rún og spilaði Saint-Sains rondo eins og ekkert væri og eins og hljómsveitin væri ekki að kúka á sig. úff hvað hún er góð. og falleg. og í Geggjuðum kjól! þegar ég er orðin viðbjóðslega góður víóluleikari þá ætla ég að fá mér svona flottan kjól ;) en sigursveinn var nú soldið aftarlega á merinni hvað S-S varðar, gaf til dæmis ekki inn í einn taktinn, mjög smart. En við enduðum tónleikana á Schubert no. 3 sinfóníu sem er með einstaklega ósmekklegan víólupart, en í heildina ágætis verk. endaði þó ekki með tilkomumiklum endahljómi eins og stóð í efnisskránni, enda er hann óliver hress með afdæmum.
afdæmum?
allavega. en það sem meira var, var að hún Guggý geðveika hélt party heima hjá sér eftir tónleikana og VÁ hvað var ógeðslega drullu vængefið gaman!! garg. reyndar koma Gunni fýlufés og tók hana sif frá okkur, en annars var þetta þvílíkt rokk. drukkum eins og hálfvitar og hlóum af okkur rassgatið. eða svona. og þvílíka húsið. enda var það víst í innliti/útliti.... TVEMUR ÞÁTTUM. brjálaður hiti í gólfinu og pláss fyrir sjö manns í baðkarinu. svona næstum því. en það eina er að það er í mosfellsbæ, svo við þurftum að láta einhvern keyra okkur. þökkum magnúsi baldurs-pabba fyrir vel unnin störf í þeirri deildinni. hann tuðaði nú reyndar soldið, en það var nú bara hressilegt.
svo kom eydís sætasta og gaf mér teyjur!!! ótrúlega góð og sæt og skemmtileg og mikil dúlla! en teyjurnar eru allaleið frá Danmörku! það mættu nú fleiri taka hana sér til fyrirmyndar og gefa mér fallegt dót. :)
en við örkuðum í bæinn uppúr miðnætti, með leigubíl dauðans og héldum áfram að þamba eins og fyllibyttur, ég stakk af í 20 mín og fór að kyssa hann arnar minn sem var að vinna á Ara í Ögri. ég held að það mætti fara að breyta þessu nafni í Arnar í Ögri, hann er alltaf að vinna, greyskannið... :( en það var nú samt ofsalega gaman að hitta hann og svei mér þá ef að Hrabbó skan af skjaló var ekki úti í horni með einhverjum nörda vinum sínum. reyndar eru þessar 20 mín soldið í móðu, en þar sem ég eyðilagði ekkert og týndi ekki neinu, þá er mér nokkuð sama.
en þynkan maður! úff.
svona fer þegar maður stoppar ekki á hlölla áður en maður fer heim til sín.... guð refsar mannni daginn eftir með hausverki og ótrúlegri leti. ég nennti ekki einu sinni út í búð að kaupa mér kók. og þá er nú djúpt grafið eftir árinni....