mánudagur, desember 18, 2006

stóóóóóóóóri laaaaampinn

jessör krakkar mínir... kellingin bara komin í vinnuna. fæ semsagt eitthvað lítið og löðurmannslegt að gera hér á í jólafríinu. veitir ekki af aurunum to tell the truth...
reyndar er soldið á huldu hvað það er sem ég á að vera að gera, en það kemur nú vonandi í ljós fyrr en síðar. allavega síðar ef ekki fyrr.
fór í hið huggulegasta kakó og kökuboð í gær hjá krútinu henni Guðný Birnu, eða DjíBí eins og hún er kölluð af gárungum. hitti þar fyrir hið myndarlegasta fólk og voru rifjaðirupp gamlir tímar. ennþá eldri en ég var búin að gera mér grein fyrir... vissuði að það eru 5 ár síðan það var árið 2001? nei bara svona pæling. allavega þá hefði ég gjarnan vilja vera mikið lengur og borðað mikið meira af lakkrís-smákökunum. sjett hvað þær voru góðar.
jamms í jamm jamm jamm.

fór í ræktina í morgun. það var hell boring. held ég einbeiti mér að því í framtíðinni að hætta að borða, svona í staðinn fyrir að lenda alltaf í þessu sprikli á nokkurra ára fresti þegar ég fatta hvað ég er orðin feit. hoho.

svo spilaði ég á tvennum tónleikum á sunnudaginn og það var mjög gaman. Hildigunnur tók reyndar athyglissýkikast rétt eftir hlé og lét fólk halda að hún hefði brotið fiðluna sína. sem hún var ekki búin að. hefði samt verið töff... sé hana ía anda standa bara upp og smalla fiðlunni á hausnum á sér, öskra svo eitthvað pólítískt.... "ÞJÓÐGARÐ Á KÁRAHNJÚKA!" eða eitthvað og bíta svo trélufsurnar sem eftir væru af fiðlunni og hrista hausinn í tryllingi eins og brjálaður hundur. neibara pæling...

ÞAÐ væru almennilegir SÁ tónleikar.

Guðný Guðmunds datt líka næstum því í uppklappinu svo að salurinn tók andköf.
Sif vorkenndihenni en mér fannst þetta bara fyndið og gott á hana. en ég er nú líka frekar mikið kvikyndi og illgjörn í anda.
jæja nú er best að þegja áður en viss hópur manna og kvenna nær í kaðal til að hengja mig með.

hmoooaaah.

ps- kaffi er gott og það á eftir að ryksuga ganginn heima hjá mér