fimmtudagur, júní 08, 2006

loksins kemst hann í gang

blesaður blogger. búinn að vera leiðinlegur við mig í gær og í dag :@ urri urr!
eins og ég ætlaði nú að blogga skemmtilega í gær. en svona er þetta víst... lítið við því ða gera.
hmm.
veðrið í börm hefur aldeilis tekið stakkaskiptum og nú skín sólin alla daga og hitinn er hátt á þriðja tug. eða svona allavega í áttina. þannig að tótan skellti sér í brjálaðan göngutúr í engu föruneyti nema sjálfs síns og þar náði hún sér í fyrsta bruna sumarsins! húrra fyrir því :D
reyndar held ég að það hafi verið nokkuð langt síðan fyrstibruninn sé í júní...
aaaaallavega þá er ég búin að kaupa after-sun og þetta er allt að jafnast út svona smá saman. en göngutúrinn lá semsagt í einhvern grasagarð hérna í börm sem var síður en svo áhugaverður... eða svona þannig. ég hef eiginlega ekki gaman að blómum nema ef ég hef ræktað þau sjálf. soldið selfish... en ég meina hey.
en svo er nú bara skollin á hljómsveitaræfingasyrpa sem mun engan enda taka fyrr en í mánaðarlok. þannig að endilega hugsið hlýtt til baksins míns, eða öllu heldur sálarlífsins. ekkert jafn ömurlegt eins og að setjast niður kl. 10.30 og vita til þess að maður kemst ekki út í sólina fyrr en 16.30.