mánudagur, október 24, 2005

tony fair

ég var áðan í röð aðfara á kassann í Tesco. auðvitað sveiflandi Tesco-kortinu góða (er nú þegar búin að safna mér 40 punktum! þarf ekki að safna nema 60 viðbót og þá ég EITT PUND inni hjá tesco búðunum. þvílíkur sparnaður. en allavega ég var þarna í röðinni í góðum fíling og fer að glápa á sjónvarpið sem hangir þarna einhversstaðar. þar var viðtal við herra Tony Blair sem er svona einhversskonar stjórnmálamaður eða eitthvað... og hann sat í rósóttu herbergi í pastelgulum sófa (með blúndum), var með rosa fínt bleikt bindi og ég get svo svarið fyrir það hann var með maskara.
bara smá saga í boði tesco...

eh
fór á bömmer aldarinnar í gær af því ég er búin að vera svo löt. sniðug eða hitt þó heldur, vorkenna sér og væla í staðinn fyrir að drífa sig bara af stað og GERA hlutina. úff hvað sunnudagar fara stundum í mann. en í dag dreif druslan sig bara af stað mjög snemma... (lesist fyrir hádegi) og æfði sig eins og manneskja. þó ég hefði verið andvaka hálfa nóttina. kannski þarf maður að vera hálf meðvitundarlaus til að drullast til að gera það sem maður þarf að gera?
aaaaaaaaaallavega. svo rignir og rignir og rignir.
það kemur ekki nógu skýrt fram á þessu bloggi, en þegar ég skrifa rignir, lítur það stundum út alfeg eins og vignir af því ég skrifa svo "gleið" err. en hann hringdi einmitt í mig um daginn og á hrós skilið :) svo hringdi reyndar Arnar í mig líka um daginn og leyfði mér að tala við Palla minn sæta.
þannig að ég veit ekki hvaða skítabömmer þetta var að læðast svona uppað mér í gær án þess að vera boðinn... en nú ætlar ungfrú dugleg í ræktina áður en hún sofnar ofan á sjálfa sig.

túrílú!

ps-já jón minn þú ert líka frábær :*