þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Aksjón heimafyrir

Hagley Road þar sem ég bý, er greinilega aðalpleisið, samkvæmt nákvæmum athugunum mínum síðustu tvo daga. í gærkvöldi kom annar svía-sækóinn inn til mín og spurði hvort ég hefði ekki heyrt ópin. óp smóp segi ég og ranghvolfi augunum, gerði fastlega ráð fyrir því að þessi sambýliskona mín væri búin að finna nýja hlið á sálrænum kvillum sínum og þyrfti að deila þeim með mér. aldeilis ekki. gjörsamlega beint fyrir utan gluggann hjá okkur (sem betur fer erum við á 3ju hæð) lá maður og ofan á honum 2 lögreglumenn. seinna komu svo tveir löggubílar með ljósum og látum. svaka stuð (nema fyrir bófann).
varla voru liðnar nema nokkrar mínútur þegar mikill bumbusláttur byrjar. ég opna gluggann og glápi niður eftir götunni... og alfeg eins og mig grunaði (uh... nei) þá var hvítur, loðinn dreki að dansa fyrir utan kínverska veitingarstaðinn sem er rétt hjá. kringum þennan ekkiíþettaskiptið eldspúandi og dansandi dreka voru svo (geri ég ráð fyrir) asískir menn með bumbur að gera bomm-bomm. þessu fylgdi svo einhverskonar lúðrablástur sem hljómaði nokkurn veginn svona:
"HJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE"
það hefði verið hægt að segja þessi dreka bissness hefði verið útaf kínverska nýja árinu. en það var í síðustu viku, svo ég veit ekki hvað í óskupunum lá fyrir þessum austurlensku nágrönnum mínum. kannski var svona hrikalega gott tilboð á hrísgrjónum?
maður veit ekki.
svo í dag skall á enn ein fyrirferðin þegar lítill rauður bíll klessukeyrði á gangstéttarsúludæmi á nákvæmlega sama stað og bófinn var gómaður (eins gott það var daginn áður búið að vippa honum inní löggubíl og í burtu). ég var nú bara að æfa mig í rólegheitum (vona innilega það hafi nú ekki verið 5. kafli hindemith sónötu sem olli þessum árekstri) þegar skrans og beygluhljóð berast til mín.
ég lít út og þegar ég sá að enginn var meiddur (stelpurnar stigu allar útúr bílnum óhultar, þó ein hafi reyndar verið grenjandi) tók ég mynd. ég veit ekki hvað sjúkrabíllinn var að ómaka sig við að mæta og hversvegna í óskupunum hann þurfti endilega að parkera rassgatinu á sér út á miðja götu, en svona er þetta stundum.
næst þegar ég leit út var bíllinn farinn og allar stelpurnar, en í staðinn kominn rauðbrún möl.
þetta er kannski svona eitthvað breskt... að merkja alla árekstursstaði með rauðri möl, öðrum til varnaðar?