miðvikudagur, desember 07, 2005

bara 10 dagar!!!


kem heim rétt bráðum krakkar mínir. um að gera að panta tíma sem fyrst. ég mun hafa mikið að gera við að borða nammi og knúsa sætastrákinn.
svo þarf ég að æfa mig einsog skrattinn væri á hælum mér. sem er eiginlega satt af því að Rivka sagði okkur öllum með geðveika hreiminum sínum (áherslur ritaðar með stórum staf til leiðbeiningar):
"if you don´t pRactise EVery day, then DO not come bAck to thiS Class!"
eða eitthvað svoleiðis.
en ég er mjög alvarlega farin að telja dagana eins og sjá má á þessari mynd. Mamma mín elskulegust í heimi sendi mér nefnilega dagatalskerti sem hún hafði keypt í rúmfatalagerinum góða heima. en þar 17. des er greinilega meira tilhlökkunarefni en sjálfur tuttugastiogfjórði skar hún botninn af.
hún er svo Sniðug!