sunnudagur, október 22, 2006

HJÁLP HJÁLP!!

England er að reyna að drekkja mér!
hér er mjög gróf morðtilraun í gangi og enginn sýnist ætla að koma mér til bjargar. nú er búið að rigna stanslaust í allan dag. og við erum ekki að tala um neinn úða eða smá skvettur, NEINEI! hér ganga Gusurnar hver yfir aðra svo maður sér varla útum gluggana, og mér sýnist bakgarðurinn okkar vera smá saman að breytast í sundlaugar busl-laug fyrir börn.
afar athyglisvert er líka að benda á það að ég er EKKI með þvott úti á snúru. aftur á móti gæti verið sniðugt hjá mér að hengja óhreina þvottinn minn út núna, skella á honum handfylli af þvotta efni og láta þessa niðurkomu sjá um afganginn.
jah eða bara leggja mig.... jább, Betra.

Bara í Bretlandi

í gær fór ég útí búð (með fjólubláa nectar kortið mitt :) og keypti fullt af allskonar dóti. m.a. þurfti ég að kaupa sykur.
eftir að hafa leytið mjög lengi um alla búð og þá sérstaklega í bökunarvörudeildinni spurði ég eina afgreiðslukonu. útí endarekka... við hliðina á TE-INU!
nema hvað?