Strengjakvartettinn Tumi
ég gerði ekkert aprílgabb, enda mjög hugprúð og almennileg að öllu jöfnu. fyrir utan það að ég er venjulega það gjörsamlega út á þekju að ég veit sjaldnast hvaða dagur er, hvað þá hver dagsetningin er. en aftur á móti fór ég á kaffihús með vinkonum mínum kl. 9 um morguninn, sem er að vissu leyti hálfgert djók. tala nú ekki um þar sem við eyddum nærri því öllum miðvikudeginum saman. en þetta var þarfur fundur, því vinkonurnar voru hvorki meira né minna en 75 % kvartettsins ógurlega sem fann grúfið sitt. við ákváðum í mikilli sameiningu (á meðan Halldóra fór á klóstið -hehe) að endurskíra þennan fjagra-mæðra og sextán strengja hóp, og var nafnið TUMI fyrir valinu. útskýringar yfir nafngiftinni eru þónokkrar og sýnist sitt hverjum.
en ég auglýsi hér með að Strengjakvartettinn Tumi spilar fyrir fólk og fyrnindi við hverskonar tækifæri og viðhafnir, gegn vægu gjaldi. djöst kol mæ næm end æll bí ðer. eða svo gott sem.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli