ég gæti aldrei orðið góður hundur
vegna þess að ég þoli ekki skipanir. þegar einhver segir við mig "þú átt að..." eða "þú verður að..." þá verð ég geðveikt fúl og geri hlutinn helst ekki. jafnvel þó að ég verði að gera hann og fólkið sem skipaði mér fyrir var ekkert að meina það illa, var kannski bara að benda mér á ekkvað sniðugt (hey tóta þú VERÐUR að prófa nýja ísinn á snælandi!). stundum brýt ég samt obb af oflæti mínu og geri umræddan hlut en þá geri hann illa og hroðvirknislega og verð ennþá fúlari fyrir vikið.
ég held ég sé ekki skemmtileg í umgengni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli