aaah... haldiði ekki bara að ég sé farin að hlusta á gömlu góðu strákana í Deftones. þvílík snilld! þess konar hljómsveit sem maður getur hlustað á aftur og aftur og aftur. ég er að hlusta á nýjasta diskinn, white pony. ég hélt einu sinni að textinn í fyrsta laginu væri geggjað flottur og innihaldsríkur. þar til ég las hann. þá kom í ljós að þetta er algjört bull, en ef maður heyrir bara eitt og eitt orð eins og ensku-óvitinn ég, þá er hann töff. ég ætti eiginlega að þróa þessa "mis"heyrn mína aðeins, svo að ég heyri alltaf eitt og eitt orð, sem myndi afleiða það að ég heyrði bara alltaf fólk tala vel um mig. og þá yrði ég alltaf kát...
skemmtileg pæling sko.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli