í fyrradag þegar ég var svo södd að ég gat ekki dregið andann almennilega og maginn á mér stóð svo langt útí loftið að ég gat opnað hurðir 5 metrum áður en ég kom að þeim, lofaði ég sjálfri mér að fara í stranga megrun í gær.
ég stóð ekki við það.
í dag ætlaði ég hinsvegar að taka hressilega á því og drekka bara vatn og borða ávexti.
núna er ég búin að vera vakandi í rúma 3 tíma og er nærri vitstola af hungurverkjum, samt búin að drekka tiltölulega mikið af vatni og hugsa mikið um ávexti.
sem er greinilega ekki nógu seðjandi. held þetta endi með óskupum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli