...var ömurlegur dagur. einn af þessum égvildiaðégværiskjalbakaáhafsbotni dagur, svo ég eyddi nær öllum deginum uppí sófa með flísteppi, ullarteppi og sæng. mamma var samt góð við mig og gaf mér grænmetis-súpu og rúgbrauð, Hildigunnur var líka góð, vakti mig 5 mín eftir að tíminn sem ég var að sofa yfir mig í var byrjaður og gaf mér svo frí. síðan var Þórunn líka ofsalega góð við mig í söngtímanum mínum, þannig að ég þurfti eiginlega ekkert að syngja, sem betur fer, því þá hefði ég farið að væla og það hefði hvorki mér né henni þótt skemmtilegt.
þannig að staðan er: tóta-3, heimurinn-1.
en þar sem heimurinn er miklu stærri en ég (þó ég hafi fitnað um jólin) líður mér ennþá eins og sjávarskriðdýri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli