þriðjudagur, október 07, 2003


Viðey 2003
var svo skemmtileg að ég næ varla andanum, samt eru liðnir hátt í 3 dagar síðan. híhí. skemmtilegast var þó þegar fröken óliver kentish hringdi og sagðist SJÁ út í viðey og minnti góðfúslega á æfinguna sem ég þurfti að mæta á kl. 10 morguninn eftir. létum þó ekki deigan síga, enda tónlistarnemendur úr all þónokkrum skólum. það vorum við úr hafnarfirði, svo tónó Rvk, listaháskólinn og tónskóli sigursveins. þvílík grúbba! og ekki minnkaði fjörið þegar Gróa blessunin kom askvaðandi með græjur úr seinni ferðinni. kúl! DJ Vignir tryllti lýðinn langt fram á kvöld. eða svona allavega þangað til að tími var kominn á að labba af stað og ná síðustu ferju heim til reykjavíkur.
en ekki nóg með að hafa skrallað vel og lengi útí viðey, heldur örkuðum við hafnarfjarðar-fólkið (öll fjögur) upp í háskóla (fengum reyndar far hjá henni Steinunni, takk!) þar sem búið var að skella upp eins og einu feitu bjórtjaldi beint fyrir framan aðalbygginguna. kærkomin breyting á annars ljótu og tilgangslitlu landsvæði. þar hittum við fyrir Guðný og Dóru vinkonu hennar sem guðný kallar alltaf tótu.... allavega... þar var líka góðvinur minn Hörður Mar með kvenmenn allt í kringum sig. hann gat nú samt ekki stillt sig um að blikka eina ónefnda í fríðu föruneyti mínu. jafnvel að þar eigi eftir að glampa í glóðir þegar síðar meir líður á stundu.
eh... já eða það.
Hjörtur Úber rauðhærði og sæti kom og fékk sér sæti (haha) með okkur. var að vanda myndarlegasti strákurinn á svæðinu. ;) við vorum nú með áform um að fá okkur bjór þarna inní tjaldinu, vegna þess að hann var svo ódýr, en það varð víst lítið úr því og við ákváðum að labba í bæinn. sem tók svo langan tíma að ég var nær dauða en lífi þegar við vorum rétt svo næstum því hálfnuð. þannig að ég hringdi bara í leigubíl og ákvað að fara heim. ferlega ósósjal ekkvað.... i know. en það var annað hvort það eða leggja mig í blómabeð einhversstaðar á miðri götu.
en eins og ég var nú þreytt þá munaði mig ekki um að fara á 2 tíma trúnó við mömmu þegar heim var komið, en hún var sjálf að krönglast heim um svipað leyti. svona geta pabbahelgar verið skemmtilegar, ha?

Engin ummæli: