Bardúsa.
er asnalegt orð og ég ætla að tala illa um það og orðatiltækið sem því fylgir.
ég var nefnilega að tala við vinkonu mína sem er með skrítna lifur á msn og ég spurði hvað hún væri nú að bardúsa. svo fékk ég bara sálfræðilegt áfall.
hvernig datt mér í hug að spyrja að þessu?!
oj bara!
þetta er svona orðatiltæki sem miðaldra konur í krumpugöllum nota. þetta er ekki einu sinni almennilegt orð! ef þetta væri nú Bar-djúsa þá væri þetta nær lagi, maður gæti notað þetta linnulaus um helgar. t.d: "hey jó,þú þarna sæti strákur með kúlurassinn... hvar á að bardjúsa um helgina?" svo myndi maður blikka getnaðarlega og sleikja útum. svo gæti þetta verið ÞARdúsa, og gæti komið í staðinn fyrir setninguna: "þar skaltu dúsa". fangaverðir gætu notað þetta geggjað mikið. hent fólki í steininn og sagt svo glottandi "Þardúsa!". eða Svar-Músa sem gæti verið svona nagdýraútgáfan af "viltu vinna miljón".
jah, eða ekki. en þetta er í hvert fall (danska dauðans) leiðinlegt og ljótt orð, og ég er hætt með það sama (danska dauðans) að nota það.
hrumpf.
svo hitti ég Kalla Frænda-Kokk áðan. hann er skrítinn. hefur kannski yfir-bardúsað sig? hvað veit maður?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli