miðvikudagur, nóvember 05, 2003

kraftaverk
gott ef ekki að þið, kæru lesendur, eruð orðin vitni að Kraftaverki hér í beinni útsendingu. ég er vöknuð!
já, ég segi það satt. miss tótfríður harðdal er hvorki meira né minna en VÖKNUÐ og klukkan rétt svo 8:20. ég er líka komin útúr húsi og mætt í vinnuna. ég er nú reyndar svo að segja meðvitundarlaus af þreytu, en samt... ég er vöknuð. nú er bara að sjá hvernig úthaldið er að gera sig, hvort ég nái að vaka það langt fram eftir degi að ég nái að gera alla þá hluti sem ég var búin að skrifa niður í svörtu bókina mína. fjúttí fjú.

Engin ummæli: