ah, það fer að koma hádegi. þvílík unun sem það á nú eftir að vekja hjá manni. ég ætla að kaupa mér kotasælu og hrökkbrauð og éta það með svo miklum græðgisköstum að fólk á eftir að reka upp stór augu.
sem minnir á málsháttinn: Betra er að reka upp stór augu, en að reka við.
eh...
já eða þannig sko. annars er ég að fara á e-a æfingu niðrí listaháskóla á eftir. einhver snillingurinn var að semja strengjakvartett. en hvað veit maður... kannski leynist fegurð alheimsins í þessu verki, því EKKI er hún í manntalinu 1835, svo mikið er víst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli