Beethoven á morgun, Mozart í dag
ég er að spila Beethoven tríó með þeim Júlíu (fiðla) og Freydísi (flauta) sem verður flutt á morgun kl. 13:30 í Norrænahúsinu, kostar ekkert inn og allir græða. eða svona. ekkert nema stuðið á þeim bænum, get sagt ykkur það. ég var einmitt að koma af æfingu og það gekk svona líka glimrandi glansandi, fólk lék við hvern sinn fingur (í bókstaflegri merkingu) og helga þórarins sem er að "kótsa" okkur hló og sagði brandara. svona getur verið gaman að vera víóluleikari. verð nú samt að viðurkenna að ég er búin að standa sveitt og þjösnast þvílíkt á þessum parti, hvað var hann eiginlega að spá með allar þessar nótur? vissi hann ekki að þetta var víóluparturinn?
en allaveganna. svo er það bara Óperan á eftir, fékk einn fallegan boðsmiða á Generalprufuna af Brúðkaupi Fígarós núna kl. 14:00. Nafna mín Guðmundsdóttir var hausinn og skaftið í þeim reddingum, sannkallað bæðaglóð stúlkan sú. og góð að vísa til vegar. en fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum í Reykjavík, þá er íslenska óperan staðsett í stóru hvítu húsi við hliðina á sólon og fyrir utan eru glerbox með óperufólki inní. ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli