konum finnst gaman að elda. allavega sumum konum. allavega finnst sumum konum svo gaman að elda að þær tala stanslaust um uppskriftir. en eins og flestir ættu að vita er matur oft gerður eftir uppskriftum. en ég var einu sinni að vinna á kvennavinnustað (blessuð sé minning þess hræðilega tíma og guði sé lofgjörð og þökk fyri að hafa bjargað mér þaðan) og var varla búin að vinna nema í nokkra daga þegar ég var komin með ljósritaðar uppskriftir í allar töskur, vasa, hólf og þetta var liggjandi á velflestum frístandandi borðum heima hjá mér eins og hráviði.
hvað er þetta með konur og uppskriftir?
af hverju tala karlar aldrei um uppskriftir? þeir elda nú alfeg velflestir og hafa gaman af, en aldrei sér maður kall með fullan bíl af uppskriftum.
er þetta kannski ekkvað flókið félagslegt form kvenkyns tilfinningavera sem brýst út á þann skrítna máta að láta kunningjakonur sínar fá pappírs snepla?
eða kannski móðureðlið ógurlega, að í stað þess að gefa kunningjakonum sínum mat að borða, þá eru þeim látnar í te aðferðir til að búa til mat?
eða er þetta kannski einhverskonar sýni- og montþörf... þannig að kunningjakonurnar finna til smæðar sinnar yfir að hafa ekki prófað viðkomandi uppskrift?
eða kannski bara pjúra góðmennska og gott innræti að vilja deila vellíðan þeirri að borða góðan mat með því að útbýta uppskriftum?
jah nú er mér spurn.
en þetta var nú bara svona pæling, aðallega af því að ég er svo óskaplega svöng. vona að Jón eigi einhvern mat uppí ísskáp sem ég get stolið. HOHOHOHOHOHO!
svo verð ég nú bara að skella hérna uppáhalds uppskriftinni minni, því "after all" þá er ég nú kona. allavega síðast þegar ég gáði. svo eru jólin líka alfeg að fara að koma... :)
enjoy!
Einfalt finnskt jólaglögg
1 líter finnskur vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli